Aflaverðmæti 127,2 milljarðar króna
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 127,2 milljörðum króna fyrstu tíu mánuði ársins 2011 samanborið við 114 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 13,2 milljarða króna eða 11,6% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks fyrstu tíu mánuði ársins nam 76,7 milljörðum króna og dróst saman um 2,9% sé miðað við sama tímabili árið 2010. Verðmæti þorskafla var um 36,9 milljarðar og dróst saman um 0,9% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 9,5 milljörðum og dróst saman um 27,2%, en verðmæti karfaaflans nam 11,2 milljörðum, sem er 14,4% aukning miðað við sama tímabil árið  2010. Verðmæti ufsaaflans jókst um 1% milli ára í 7,3 milljarða.

Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 8,5 milljörðum króna fyrstu tíu mánuði ársins sem er 4,6% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 56,9% milli ára og nam 38,5 milljörðum. Stafar sú aukning að stærstum hluta af verðmætaaukningu loðnuaflans, sem jókst um 250% á milli ára og nam 8,7 milljörðum króna.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 54,4 milljörðum króna og jókst um 16,3% frá árinu 2010. Aflaverðmæti sjófrystingar var 49,8 milljarðar sem er 19,3% aukning frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands nam um 16,5 milljörðum króna, sem er 1,5% aukning frá janúar-október 2010.

Verðmæti afla janúar-október 2011      
Milljónir króna Október Janúar–október Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.825,2 13.123,0 114.021,8 127.230,2 11,6
Botnfiskur 7.909,8 8.997,4 78.913,2 76.648,1 -2,9
Þorskur 3.980,9 4.549,7 37.273,4 36.925,6 -0,9
Ýsa 1.015,3 1.126,9 13.105,5 9.536,3 -27,2
Ufsi 757,8 887,9 7.231,7 7.307,2 1,0
Karfi 1.259,0 1.641,3 9.827,7 11.244,8 14,4
Úthafskarfi 0,0 0,0 3.649,0 4.027,9 10,4
Annar botnfiskur 896,8 791,6 7.825,7 7.606,3 -2,8
Flatfisksafli 551,5 881,6 8.092,7 8.465,0 4,6
Uppsjávarafli 2.171,4 3.018,1 24.557,5 38.531,1 56,9
Síld 2.024,7 2.830,8 8.080,8 9.736,5 20,5
Loðna 0,0 47,8 2.494,4 8.731,5 250,0
Kolmunni 28,4 41,2 3.260,3 256,5 -92,1
Annar uppsjávarafli 118,3 98,2 10.722,0 19.806,7 84,7
Skel- og krabbadýraafli 180,9 219,8 2.339,2 2.634,7 12,6
Rækja 63,1 120,1 1.372,4 1.687,4 23,0
Annar skel- og krabbad.afli 117,7 99,7 966,7 947,2 -2,0
Annar afli 11,5 6,1 119,2 951,4 697,9

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-október 2011    
Milljónir króna Október Janúar–október Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.825,2 13.123,0 114.021,8 127.230,2 11,6
Til vinnslu innanlands 4.356,2 5.161,7 46.752,7 54.390,5 16,3
Í gáma til útflutnings 555,6 547,3 7.846,6 5.624,5 -28,3
Landað erlendis í bræðslu 0,0 0,0 83,6 145,5 74,1
Sjófryst 4.558,3 5.943,9 41.756,2 49.808,9 19,3
Á markað til vinnslu innanlands 1.271,5 1.433,0 16.246,9 16.491,8 1,5
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 30,6 0,0 270,0 140,5 -48,0
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0
Fiskeldi 0,0 0,0 72,7 0,0
  Aðrar löndunartegundir 52,9 37,1 993,1 628,5 -36,7

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-október 2011
Milljónir króna Október Janúar–október Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.825,2 13.123,0 114.021,8 127.230,2 11,6
Höfuðborgarsvæði 1.970,5 3.248,5 21.123,8 24.355,3 15,3
Suðurnes 1.929,3 2.497,2 19.294,2 21.222,9 10,0
Vesturland 390,0 590,1 4.936,8 5.983,2 21,2
Vestfirðir 611,6 570,7 5.983,0 6.348,8 6,1
Norðurland vestra 975,9 872,9 8.398,2 8.223,7 -2,1
Norðurland eystra 2.155,8 2.076,2 18.411,8 21.014,9 14,1
Austurland 1.252,1 1.399,2 15.677,4 18.175,4 15,9
Suðurland 984,5 1.320,7 12.371,2 16.136,2 30,4
  Útlönd 555,6 547,3 7.825,5 5.770,0 -26,3

Talnaefni