FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 31. MARS 2016

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2015 nam aflaverðmæti íslenskra skipa 151 milljarði króna samanborið við ríflega 136 milljarða árið 2014. Aflaverðmæti úr sjó hefur því aukist um tæpa 15 milljarða eða sem nemur 11% á milli ára. Aflaverðmæti í desember nam tæpum 8,5 milljörðum samanborið við 8 milljarða í desember 2014.

Aflaverðmæti botnfisks nam tæpum 103 milljörðum á árinu sem er aukning um 11,8% frá fyrra ári. Af bortnfisktegundum var þorskur sem fyrr verðmætastur en aflaverðmæti þorsks á síðasta ári nam tæpum 61 milljarði króna sem er 14,9% hærra en árið 2014. Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 10 milljörðum á síðasta ári sem er ríflega 39% aukning frá fyrra ári. Verðmæti uppsjávarafla nam rúmum 34,6 milljörðum sem er 3,4% meira en árið 2014. Mikil aukning var í aflaverðmæti loðnu en að sama skapi dróst verðmæti síldar verulega saman á milli ára. Verðmæti skel- og krabbadýra var um 4 milljarðar á síðasta ári sem er 7,4% aukning frá árinu 2014.

Verðmæti afla, sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 81,6 milljörðum króna sem er aukning um 21% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 3,3% og var tæpir 20,4 milljarðar yfir árið 2015. Lítil breyting var á aflaverðmæti sjófrystingar milli ára sem var um 44 milljarðar króna.

Verðmæti afla janúar 2015 - desember 2015
Milljónir króna Desember Janúar-desember
  2014 2015 % 2014 2015 %
             
Verðmæti alls 8.000,9 8.482,7 6,0 136.309,9 151.301,1 11,0
             
Botnfiskur 6.397,4 7.061,1 10,4 92.026,1 102.853,8 11,8
Þorskur 3.664,6 4.722,0 28,9 53.040,2 60.963,6 14,9
Ýsa 663,3 840,3 26,7 10.336,2 11.467,5 10,9
Ufsi 583,5 415,5 -28,8 7.872,0 9.528,5 21,0
Karfi 1.109,9 736,4 -33,6 13.166,8 13.442,5 2,1
Úthafskarfi 0,0 584,0 568,0 -2,8
Annar botnfiskur 376,2 7.026,8 6.883,7 -2,0
Flatfisksafli 353,8 671,1 89,7 7.072,6 9.835,2 39,1
Uppsjávarafli 1.050,8 670,6 -36,2 33.498,1 34.624,3 3,4
Síld 645,4 402,6 -37,6 9.459,3 5.932,3 -37,3
Loðna 0,0 0,0 3.975,5 12.661,7 218,5
Kolmunni 405,3 268,0 -33,9 4.746,4 5.666,4 19,4
Makríll 0,0 15.263,5 10.359,7 -32,1
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 53,4 4,1 -92,4
Skel- og krabbadýraafli 198,9 79,9 -59,8 3.713,1 3.987,8 7,4
Humar 3,6 1,6 -55,4 1.045,4 805,4 -23,0
Rækja 181,7 54,0 -70,3 2.538,2 2.974,5 17,2
Annar skel- og krabbad.afli 13,5 24,3 79,3 129,5 207,9 60,6
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

 

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar 2015 - desember 2015
Milljónir króna Desember Janúar-desember
  2014 2015 % 2014 2015 %
             
Verðmæti alls 8.000,9 8.482,7 6,0 136.309,9 151.301,1 11,0
             
Til vinnslu innanlands 3.472,4 3.858,6 11,1 67.441,2 81.588,7 21,0
Á markað til vinnslu innanlands 1.001,8 1.153,3 15,1 19.710,2 20.369,8 3,3
Sjófryst til endurvinnslu innanlands 125,0 0,0 198,5 58,4 -70,6
Í gáma til útflutnings 313,3 307,4 -1,9 4.291,9 4.705,3 9,6
Sjófryst 3.062,6 3.142,1 2,6 44.044,5 43.925,9 -0,3
Aðrar löndunartegundir 25,7 21,3 -17,2 623,6 652,8 4,7

 

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar 2015 - desember 2015
Milljónir króna Desember Janúar-desember
  2014 2015 % 2014 2015 %
             
Verðmæti alls 8.000,9 8.482,7 6,0 136.309,9 151.301,1 11,0
             
Höfuðborgarsvæði 2.449,0 2.880,8 17,6 33.989,1 38.323,1 12,8
Vesturland 325,4 271,3 -16,6 6.397,0 7.152,5 11,8
Vestfirðir 496,1 534,4 7,7 8.073,7 8.103,3 0,4
Norðurland vestra 662,5 663,1 0,1 9.724,1 10.258,1 5,5
Norðurland eystra 1.018,1 938,9 -7,8 18.087,7 18.159,8 0,4
Austurland 725,7 718,3 -1,0 18.770,6 23.863,0 27,1
Suðurland 555,2 664,0 19,6 14.135,4 15.095,1 6,8
Suðurnes 1.415,9 1.473,9 4,1 22.373,1 25.175,0 12,5
Útlönd 353,0 338,1 -4,2 4.759,0 5.171,0 8,7

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.