FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 31. MAÍ 2016

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 12,2 milljörðum í febrúar sem er samdráttur um rúm 25% samanborið við febrúar 2015 þegar verðmætið nam 16,3 milljörðum.

Samdrátt í aflaverðmæti má rekja til minni uppsjávarafla, en verðmæti uppsjávartegunda nam rúmum 1,4 milljarði í febrúar til samanburðar við tæpa 6 milljarða í febrúar 2015. Verðmæti botnfisks nam rúmum 10,2 milljörðum í febrúar og jókst um 4,2% samanborið við febrúar 2015. Virði flatfiskafla nam 500 milljónum í febrúar síðastliðnum sem er tæplega 23% aukning á milli ára.

Aflaverðmæti á 12 mánaða tímabili frá mars 2015 til febrúar 2016 jókst um 2,3% miðað við sama tímabil ári fyrr. Á því tímabili jókst aflaverðmæti botnsfisks um 10,4%, flatfisks um 46,9% en verðmæti uppsjávarafla dróst saman um 25,6%.

Verðmæti afla mars 2015 - febrúar 2016
Milljónir króna Febrúar Mars-febrúar
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Verðmæti alls 16.347,0 12.187,5 -25,4 143.086,0 146.417,3 2,3
             
Botnfiskur 9.801,7 10.217,4 4,2 93.763,9 103.477,9 10,4
Þorskur 6.300,7 6.888,0 9,3 54.381,7 62.711,0 15,3
Ýsa 1.211,2 1.073,6 -11,4 10.476,2 11.089,4 5,9
Ufsi 726,4 761,1 4,8 8.385,5 9.306,0 11,0
Karfi 1.086,1 1.051,9 -3,1 13.044,4 13.124,9 0,6
Úthafskarfi 584,0 568,0 -2,8
Annar botnfiskur 477,3 6.892,2 6.678,7 -3,1
Flatfisksafli 406,9 499,9 22,9 6.884,5 10.112,5 46,9
Uppsjávarafli 6.056,9 1.406,1 -76,8 38.691,6 28.769,0 -25,6
Síld 0,6 0,1 -83,2 9.465,5 5.918,3 -37,5
Loðna 5.969,5 877,3 -85,3 8.881,0 5.893,5 -33,6
Kolmunni 86,7 528,7 509,7 5.027,7 6.593,9 31,2
Makríll 15.263,5 10.359,7 -32,1
Annar uppsjávarafli 53,9 3,6 -93,3
Skel- og krabbadýraafli 81,6 64,1 -21,5 3.745,9 4.058,0 8,3
Humar 1.045,4 805,4 -23,0
Rækja 74,4 36,5 -50,9 2.560,4 3.006,4 17,4
Annar skel- og krabbad.afli 7,2 27,5 283,4 140,1 246,2 75,7
Annar afli
Verðmæti afla eftir tegund löndunar mars 2015 - febrúar 2016
Milljónir króna Febrúar Mars-febrúar
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Verðmæti alls 16.347,0 12.187,5 -25,4 143.086,0 146.417,3 2,3
             
Til vinnslu innanlands 11.150,4 7.119,3 -36,2 74.246,9 77.350,9 4,2
Á markað til vinnslu innanlands 1.669,9 1.885,9 12,9 19.695,9 20.603,7 4,6
Sjófryst til endurvinnslu innanlands 0,8 199,2 57,7 -71,1
Í gáma til útflutnings 383,8 288,9 -24,7 4.323,6 4.540,8 5,0
Sjófryst 3.081,0 2.828,9 -8,2 44.006,0 43.220,1 -1,8
Aðrar löndunartegundir 61,2 64,5 5,4 614,2 644,2 4,9
Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar mars 2015 - febrúar 2016
Milljónir króna Febrúar Mars-febrúar
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Verðmæti alls 16.347,0 12.187,5 -25,4 143.086,0 146.417,3 2,3
             
Höfuðborgarsvæði 2.820,7 3.210,3 13,8 34.615,6 38.186,1 10,3
Vesturland 1.154,1 912,8 -20,9 6.625,6 7.138,5 7,7
Vestfirðir 753,0 544,6 -27,7 8.319,7 8.060,0 -3,1
Norðurland vestra 749,6 566,7 -24,4 9.523,4 10.324,6 8,4
Norðurland eystra 1.682,1 1.642,6 -2,3 18.961,8 18.056,0 -4,8
Austurland 4.125,1 1.399,9 -66,1 22.403,1 20.362,3 -9,1
Suðurland 2.021,8 1.105,2 -45,3 14.815,6 14.278,2 -3,6
Suðurnes 2.708,2 2.496,4 -7,8 23.040,9 24.972,5 8,4
Útlönd 332,4 309,0 -7,1 4.780,3 5.039,1 5,4

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.


Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.