FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 11. OKTÓBER 2016

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 8,9 milljörðum króna í júní sem er ríflega 2 milljörðum minna en í júní 2015. Á heildina litið var samdráttur í öllum tegundum nema ufsa og humar. Aflaverðmæti botnfisks nam rúmum 7 milljörðum í júní og dróst saman um 14,5% frá fyrra ári. Verðmæti flatfiskafla voru rúmir 1,2 milljarðar sem er 6,1% lækkun frá fyrra ári. Verðmæti uppsjávarafla, var rúmlega 136 milljónir króna sem er 86% minna en í júní 2015. Verðmæti skel- og krabbadýraafla nam 427 milljónum í júní samanborið við tæpar 520 milljónir ári fyrr.

Á 12 mánaða tímabili frá júlí 2015 til júní 2016 var samanlagt aflaverðmæti tæpir 140 milljarðar króna sem er 8,3% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr. Á þessu tímabili hefur verðmæti botnfiskafla aukist um 0,3% og flatfiskafla um 25,8% en verðmæti uppsjávarafla dregist saman um 36,6%.

Verðmæti afla Júlí 2015–júní 2016
Milljónir króna Júní Júlí-júní
  2015 2016 % 2014–2015 2015–2016 %
             
Verðmæti alls 11.112,4 8.878,1 -20,1 152.528,5 139.796,2 -8,3
             
Botnfiskur 8.282,5 7.085,5 -14,5 98.656,1 98.972,6 0,3
Þorskur 4.659,7 4.131,6 -11,3 57.125,4 60.871,7 6,6
Ýsa 824,5 518,9 -37,1 10.646,7 10.447,3 -1,9
Ufsi 726,1 951,7 31,1 9.483,5 9.038,5 -4,7
Karfi 1.007,3 759,6 -24,6 13.674,9 12.317,2 -9,9
Úthafskarfi 350,1 271,8 -22,4 570,0 504,7 -11,5
Annar botnfiskur 714,8 451,8 -36,8 7.155,7 5.793,1 -19,0
Flatfisksafli 1.309,0 1.229,4 -6,1 7.943,7 9.989,8 25,8
Uppsjávarafli 1.000,9 136,3 -86,4 42.250,3 26.794,6 -36,6
Síld 21,5 3,3 -84,7 9.330,5 5.981,4 -35,9
Loðna 0,0 0,0 12.722,1 4.947,9 -61,1
Kolmunni 675,1 0,1 -100,0 5.269,9 5.636,1 6,9
Makríll 304,3 133,0 -56,3 14.874,1 10.225,7 -31,3
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 53,7 3,6 -93,3
Skel- og krabbadýraafli 519,9 427,0 -17,9 3.678,3 4.039,2 9,8
Humar 118,8 167,9 41,3 799,4 960,0 20,1
Rækja 400,4 254,6 -36,4 2.712,1 2.770,6 2,2
Annar skel- og krabbad.afli 0,7 4,5 511,6 166,8 308,6 85,0
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

 

Verðmæti afla eftir tegund löndunar Júlí 2015–júní 2016
Milljónir króna Júní Júlí-júní
  2015 2016 % 2014–2015 2015–2016 %
             
Verðmæti alls 11.112,4 8.878,1 -20,1 152.528,5 139.796,2 -8,3
             
Til vinnslu innanlands 5.022,4 3.588,5 -28,6 80.741,8 73.107,0 -9,5
Á markað til vinnslu innanlands 1.923,0 1.845,9 -4,0 19.907,4 20.245,7 1,7
Sjófryst til endurvinnslu innanlands 0,0 0,0 164,7 57,7 -65,0
Í gáma til útflutnings 452,1 548,3 21,3 4.524,1 4.843,3 7,1
Sjófryst 3.698,9 2.880,2 -22,1 46.581,4 40.666,5 -12,7
Aðrar löndunartegundir 15,9 15,3 -3,8 608,9 876,1 43,9

 

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar Júlí 2015–júní 2016
Milljónir króna Júní Júlí-júní
  2015 2016 % 2014–2015 2015–2016 %
             
Verðmæti alls 11.112,4 8.878,1 -20,1 152.528,5 139.796,2 -8,3
             
Höfuðborgarsvæði 3.604,7 3.055,6 -15,2 37.272,4 36.696,0 -1,5
Vesturland 343,6 338,3 -1,5 7.037,0 6.730,2 -4,4
Vestfirðir 668,0 802,3 20,1 8.236,4 7.885,2 -4,3
Norðurland vestra 733,1 636,8 -13,1 10.236,3 9.337,4 -8,8
Norðurland eystra 1.592,4 1.057,2 -33,6 19.721,8 17.139,0 -13,1
Austurland 1.227,8 465,1 -62,1 24.899,9 19.182,2 -23,0
Suðurland 903,7 768,5 -15,0 15.846,2 13.169,0 -16,9
Suðurnes 1.567,1 1.190,1 -24,1 24.207,4 24.092,3 -0,5
Útlönd 472,0 564,2 19,5 5.071,2 5.565,0 9,7

 Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.