FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 09. SEPTEMBER 2016

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 11,9 milljörðum króna í maí sem er ríflega 2 milljörðum minna en í maí 2015. Aflaverðmæti botnfisks nam rúmum 8,4 milljörðum í maí og dróst saman um 8,3% frá fyrra ári. Verðmæti uppsjávarafla, sem var nær eingöngu kolmunni, nam tæpum 1,7 milljörðum og dróst saman um 30% samanborið við maí 2015. Verðmæti flatfiskafla nam 1,25 milljörðum í maí sem er 27% minna en í maí 2015 og verðmæti skel- og krabbadýraafla nam rúmum 600 milljónum í maí samanborið við tæpar 700 milljónir ári fyrr.

Á 12 mánaða tímabili frá júní 2015 til maí 2016 var samanlagt aflaverðmæti um 142 milljarðar króna sem er 5,6% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr. Á þessu tímabili hefur verðmæti botnfiskafla aukist um 3,2% og flatfiskafla um 35,5% en á móti hefur verðmæti uppsjávarafla dregist saman um 34,5%.

Verðmæti afla maí 2015–april 2016
Milljónir króna Maí Júní-maí
  2015 2016 % 2014–2015 2015–2016 %
             
Verðmæti alls 14.005,5 11.949,1 -14,7 150.396,9 142.004,7 -5,6
             
Botnfiskur 9.176,0 8.413,1 -8,3 97.051,9 100.149,5 3,2
Þorskur 4.909,7 5.013,8 2,1 56.369,3 61.394,4 8,9
Ýsa 834,5 810,7 -2,9 10.339,0 10.750,7 4,0
Ufsi 1.134,4 804,5 -29,1 9.269,1 8.809,2 -5,0
Karfi 1.128,1 898,0 -20,4 13.413,3 12.565,3 -6,3
Úthafskarfi 217,8 232,9 6,9 593,9 583,0 -1,8
Annar botnfiskur 951,5 653,2 -31,4 7.067,3 6.046,9 -14,4
Flatfisksafli 1.702,3 1.245,1 -26,9 7.429,1 10.063,7 35,5
Uppsjávarafli 2.429,6 1.690,1 -30,4 42.256,2 27.659,2 -34,5
Síld 0,1 0,7 1.162,8 9.332,9 5.999,6 -35,7
Loðna 0,0 0,0 12.722,1 4.947,9 -61,1
Kolmunni 2.427,1 1.683,1 -30,7 4.881,9 6.311,1 29,3
Makríll 2,5 6,4 157,0 15.265,7 10.397,0 -31,9
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 53,7 3,6 -93,3
Skel- og krabbadýraafli 697,5 600,8 -13,9 3.659,7 4.132,2 12,9
Humar 145,3 192,6 32,5 917,6 910,9 -0,7
Rækja 531,6 363,7 -31,6 2.575,9 2.916,4 13,2
Annar skel- og krabbad.afli 20,6 44,4 116,0 166,2 304,9 83,5
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0
Verðmæti afla eftir tegund löndunar maí 2015–april 2016
Milljónir króna Maí Júní-maí
  2015 2016 % 2014–2015 2015–2016 %
             
Verðmæti alls 14.005,5 11.949,1 -14,7 150.396,9 106.408,3 -29,2
             
Til vinnslu innanlands 7.621,5 6.612,9 -13,2 79.745,6 38.960,4 -51,1
Á markað til vinnslu innanlands 1.898,8 2.067,7 8,9 19.677,3 20.314,2 3,2
Sjófryst til endurvinnslu innanlands 0,0 0,0 164,7 57,7 -65,0
Í gáma til útflutnings 375,2 491,2 30,9 4.363,8 4.714,3 8,0
Sjófryst 3.920,3 2.512,2 -35,9 45.828,8 41.485,2 -9,5
Aðrar löndunartegundir 189,7 265,0 39,7 616,7 876,7 42,2
Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar maí 2015–april 2016
Milljónir króna Maí Júní-maí
  2015 2016 % 2014–2015 2015–2016 %
             
Verðmæti alls 14.005,5 11.949,1 -14,7 150.396,9 141.999,0 -5,6
             
Höfuðborgarsvæði 3.865,0 2.798,9 -27,6 36.246,7 37.242,4 2,7
Vesturland 710,0 725,9 2,2 6.980,2 6.734,7 -3,5
Vestfirðir 916,7 703,8 -23,2 8.243,1 7.749,8 -6,0
Norðurland vestra 1.215,4 760,2 -37,5 10.224,1 9.433,5 -7,7
Norðurland eystra 997,1 1.215,7 21,9 19.526,8 17.668,7 -9,5
Austurland 2.545,1 1.868,8 -26,6 24.509,4 19.944,6 -18,6
Suðurland 1.085,3 895,3 -17,5 15.993,8 13.325,1 -16,7
Suðurnes 2.169,9 2.261,5 4,2 23.743,5 24.460,2 3,0
Útlönd 500,9 719,0 43,5 4.929,2 5.439,9 10,4

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.