Út er komið ritið Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2011. Í ritinu kemur m.a. fram að á árinu 2011 nam verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða rúmum 256 milljörðum króna og jókst um 7,8% frá fyrra ári. Er þar um að ræða samtölu útflutnings og birgðabreytinga sjávarafurða. Framleiðslan mæld á föstu verði jókst um 10,3%. Fluttar voru út sjávarafurðir að verðmæti 252 milljarðar króna og jókst verðmæti þeirra milli ára um 14,1% og í magni um 6,4%. Árið 2011 voru flutt út 672 þúsund tonn samanborið við 632 þúsund tonn árið áður. Frystar afurðir skiluðu 57% af heildarútflutningsverðmæti. Af einstökum afurðum vóg verðmæti heilfrysts makríls mest, 24 milljarðar króna. Af heildarútflutningi sjávarafurða fór 72% til Evrópska efnahagssvæðisins, 8,8 % til Asíu og 4,9% til Afríku.
Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2011 - Hagtíðindi
Talnaefni