FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 08. MARS 2013

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 1,6% árið 2012 og er það annað árið í röð sem landsframleiðsla eykst, en hún jókst um 2,9% árið 2011 eftir mikinn samdrátt tvö ár þar áður.

Þjóðarútgjöld á árinu 2012 jukust nokkru meira en nam vexti landsframleiðslu, eða um 1,9%. Einkaneysla jókst um 2,7% og fjárfesting um 4,4% en samneysla dróst saman um 0,2%. Útflutningur jókst um 3,9% og innflutningur nokkru meira, eða um 4,8%. Þrátt fyrir þessa þróun varð verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 2012, eða 108 milljarðar króna.

Aukna fjárfestingu á síðasta ári má að miklu leyti rekja til innfluttra skipa og flugvéla en slík fjárfesting hefur lítil sem engin áhrif á landsframleiðslu ársins. Að frádreginni fjárfestingu í skipum og flugvélum dróst fjárfesting á síðasta ári saman um 4,7% og munar þar mestu um minni fjárfestingu í stóriðju- og orkuverum.

Landsframleiðslan 2012  - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.