FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 07. APRÍL 2006

Hagstofan birtir nú í fyrsta sinn árstíðaleiðréttar tímaraðir úr þjóðhagsreikningum.  Árstíðaleiðréttingin nær til landsframleiðslu, einkaneyslu, samneyslu og þjóðarútgjalda auk útflutnings og innflutnings á vöru og þjónustu. Niðurstöðurnar breyta ekki fyrra mati Hagstofunnar á hagþróuninni á liðnu ári í heild. Að raungildi jukust þjóðarútgjöldin um 3 til 4% í hverjum ársfjórðungi um sig á árinu 2005 sem jafngildir 12 til 16% ársvexti. Miklar sveiflur í útflutningi og fjárfestingu valda því hins vegar að árstíðaleiðréttur hagvöxtur varð neikvæður um 0,2 til 0,3% á 3. og 4. ársfjórðungi.


Ársfjórðungsleg landsframleiðsla, árstíðaleiðrétt - útgáfa

Talnaefni  (sjá Landsframleiðsla eftir ársfjórðungum 1997-2005)

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.