Hrein fjáreign innlendra aðila var neikvæð um 531 milljarða í lok árs 2017 en var neikvæð um 1.261 milljarða króna árið áður. Heildarskuldbindingar innlendra efnahagsgeira lækkuðu um 2,6% milli ára og námu 28.002 milljörðum króna eða 1.071% af landsframleiðslu í árslok 2017. Á sama tíma lækkuðu fjáreignir um 0,02% milli ára og voru 27.470 milljarðar eða 1.050% af landsframleiðslu.

Fjáreignir og skuldbindingar fyrirtækja, annarra en fjármálafyrirtækja, lækkuðu um 0,9% og 3% milli 2016 og 2017.

Eignir fjármálafyrirtækja minnkuðu um 3,8% og skuldbindingar um 3% á milli ára.

Eignir hins opinbera voru 1.512 milljarðar (58% af VLF) og skuldir í 2.014 milljarðar (77% VLF) í lok ársins 2017.

Fjáreignir heimilanna voru 6.106,2 milljarðar og skuldir 2.015,1 milljarðarí árslok 2017. Heildar fjáreignir jukust um rúmlega 7,6% á meðan skuldir hækkuðu um tæplega 4,4% milli 2016 og 2017.

Erlendar fjármálaeignir voru 3.997 milljarðar (153% af vergri landsframleiðslu) og skuldbindingar 3.457 miljarðar (132% af vergri landsframleiðslu). Fjáreignir lækkuðu um 22% og skuldbindingar um rúmlega 11% milli áranna 2016 og 2017.

Fjármálareikningar 2005-2017- Hagtíðindi

Talnaefni (sjá Fjármálareikningar).