Gert er ráð fyrir að heildarfjáreignir innlendra aðila hafi numið 25.519 milljörðum króna við árslok 2018, eða rúmum 915% af vergri landsframleiðslu (VLF). Heildarskuldbindingar námu 25.413 milljörðum króna eða 912% af VLF.
Fjáreignir heimilanna stóðu í rúmlega 7.212 milljörðum króna og fjárskuldir í 2.167 milljörðum í lok árs 2018, samsvarandi 258% og 78% af VLF.
Heildarfjáreignir fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja námu um 3.393 milljörðum króna samkvæmt uppfærðum tölum, en fjárskuldir stóðu í 7.032 milljörðum króna.
Fjáreignir fjármálafyrirtækja námu um 13.234 milljörðum króna í lok árs 2018 en fjárskuldbindingar voru 14.214 milljarðar króna.
Í lok árs 2018 námu fjáreignir hins opinbera 1.586 milljörðum króna, eða sem nemur tæplega 57% af VLF, og skuldir 1.989 milljörðum króna eða 71% af VLF.
Fjármálaeignir erlendra aðila stóðu í 3.596 milljörðum króna (129% af VLF) í árslok 2018 og skuldbindingar í 3.693 milljörðum króna (132% af VLF).
Næsta birting fjármálareikninga er í september 2020.