FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 13. APRÍL 2022

Áætlað er að heildarfjáreignir innlendra aðila hafi numið 31.770 milljörðum króna við árslok 2020 eða tæpum 1.085% af vergri landsframleiðslu (VLF). Heildarskuldbindingar námu 30.792 milljörðum eða 1.051% af VLF.

Fjáreignir heimilanna stóðu í tæplega 8.702 milljörðum króna og fjárskuldir í 2.534 milljörðum í lok árs 2020 sem samsvarar 297% og 87% af VLF.

Heildarfjáreignir fyrirtækja, annarra en fjármálafyrirtækja, námu um 4.437 milljörðum króna samkvæmt uppfærðum tölum en fjárskuldir stóðu í 8.816 milljörðum.

Fjáreignir fjármálafyrirtækja námu um 16.052 milljörðum króna í lok árs 2020 en fjárskuldbindingar voru 16.067 milljarðar.

Í lok árs 2020 námu fjáreignir hins opinbera 2.471 milljörðum króna, eða sem nemur tæplega 84% af VLF, og skuldir 3.366 milljörðum eða 115% af VLF.

Þá stóðu fjármálaeignir erlendra aðila í 3.506 milljörðum króna (120% af VLF) í árslok 2020 og skuldbindingar í 4.470 milljörðum (153% af VLF).

Næsta birting fjármálareikninga er í september 2022.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.