FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 01. FEBRÚAR 2021

Talnaefni fjármálareikninga fyrir árin 2003-2019 hefur verið endurskoðað í samræmi við heildarendurskoðun þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála sem gerð var á seinni hluta síðasta árs.

Meginbreytingin í heildarendurskoðuninni felst í flokkun hagaðila og hafa nú alls tuttugu og fjórar stofnanir sem áður voru flokkaðar utan hins opinbera verið endurflokkaðar og teljast nú innan þess. Af þessum tuttugu og fjórum stofnunum voru fimm áður flokkaðar sem fjármálafyrirtæki og nítján sem fyrirtæki önnur en fjármálafyrirtæki.

Endurskoðun talnaefnisins hefur mest áhrif á heildarfjáreignir og heildarfjárskuldbindingar hins opinbera og fjármálafyrirtækja. Heildarfjáreignir hins opinbera í lok árs 2019 námu 2.411 milljörðum króna og fjárskuldir um 3.123 milljörðum króna, samsvarandi 80% af vergri landsframleiðslu (VLF) og 103% af VLF. Heildarfjáreignir fjármálafyrirtækja í lok árs 2019 námu 13.837 milljörðum króna og fjárskuldir um 14.644 milljörðum króna, samsvarandi 458% af VLF og 485% af VLF.

Við útgáfu á heildarendurskoðuninni gaf Hagstofan út þann 30. nóvember sl. sérstaka greinargerð um flokkun hageininga í þjóðhagsreikningum með umfjöllun um aðferðafræði og úrlausn álitaefna sem snúa að afmörkun hins opinbera hér á landi og er greinargerðin hér með birt aftur.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.