FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 06. ÁGÚST 2004

Út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum Þjóðhagsreikningar og eru þar birtar tölur um fjármunaeign þjóðarbúsins og afskrift fjármunaeignar fyrir tímabilið 1997-2003.   Fjármunaeign þjóðarbúsins nam 2.640 milljörðum króna árið 2003 og var tæplega 3,3 föld landsframleiðsla ársins. Hefur hún þá vaxið að raungildi um 22,5% frá árinu 1997.  Með fjármunaeign er átt við uppsafnað en afskrifað verðmæti þeirra fjármuna sem orðið hafa til við fjármunamyndun í hvers konar atvinnustarfsemi á þjóðarbúinu.

Fjármunaeign 1997-2003 - útgáfur

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.