Hagstofan gefur nú út í fyrsta sinn tekjuskiptingaruppgjör fyrir alla fimm megingeira íslenska hagkerfisins yfir árin 2000 til 2011. Uppgjörið felur ekki í sér nýtt mat á vergri landsframleiðslu í heild eða helstu efnisþáttum hennar heldur er byggt á niðurstöðum ráðstöfunar- og framleiðsluuppgjörs þjóðhagsreikninga. Hér er aftur á móti lögð áhersla á að skrá verðmætastraumana milli megingeira hagkerfisins.

Niðurstöður tekjuskiptingaruppgjörsins eru vergur og hreinn sparnaður hvers geira fyrir sig. Vergur sparnaður heimilageirans mælist að meðaltali 5% af vergum ráðstöfunartekjum yfir tímabilið. Árið 2001 var sparnaður heimila neikvæður um -2,1% en fór hæst  í rúm 18% af ráðstöfunartekjum árið 2008.

Geiraskiptir þjóðhagsreikningar 2000-2011 - Hagtíðindi

Talnaefni