FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 06. JÚNÍ 2014

Landsframleiðslan á 1. ársfjórðungi 2014 dróst saman um 0,1% borið saman við 1. ársfjórðung 2013. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 2,1%. Einkaneysla jókst um 3,9%, samneysla um 2% og fjárfesting um 17,6%. Útflutningur jókst um 6,2% og innflutningur nokkru meira, eða um 11,9%. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst saman um 0,7% milli 4. ársfjórðungs 2013 og 1. ársfjórðungs 2014.

Í september 2014, þegar tölur um landsframleiðsluna á 2. ársfjórðungi 2014 og endurskoðaðar niðurstöður fyrir árið 2013 verða birtar mun Hagstofa Íslands innleiða nýjan þjóðhagsreikningastaðal, European System of National Accounts 2010 (ESA 2010). Upplýsingar um  helstu breytingar sem verða innleiddar hafa verið birtar á vef Hagstofunnar undir NÝIR STAÐLAR.

Landsframleiðslan á 1. ársfjórðungi 2014 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.