FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 19. MARS 2004

Út er komið hefti í efnisflokknum Þjóðhagsreikningar  þar sem birtar eru fyrstu tölur Hagstofunnar um landsframleiðslu fyrir allt árið 2003. Þar kemur meðal annars fram að landsframleiðslan á árinu 2003 varð 806 milljarðar og óx að raungildi um 4,0% frá fyrra ári. Þessi vöxtur kemur í kjölfar 0,5% samdráttar á árinu 2002. Vegna lakari viðskiptakjara gagnvart útlöndum uxu þjóðartekjur nokkru minna eða um 2,6%.
     Vöxtur landsframleiðslunnar var borinn uppi af einkaneyslu, sem óx um 6,4% að raungildi, og fjárfestingu sem óx um 19.0%. Þjóðarútgjöldin uxu því langt umfram landsframleiðsluna eða um 8,1% og leiddi það til verulegs viðskipahalla sem nam tæpum 45 milljörðum króna, 5,6% af landsframleiðslu.

Landsframleiðslan 2003 - áætlun - útgáfur 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.