FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 09. SEPTEMBER 2004

Út er komið hefti í efnisflokknum Þjóðhagsreikningar   þar sem birtar eru bráðabirgðatölur Hagstofunnar um landsframleiðslu á árinu 2003. Þessar tölur koma í stað áætlana frá því í mars síðastliðnum. Samkvæmt þessum tölum varð landsframleiðslan 811 milljarðar króna á liðnu ári og óx að raungildi um 4,3% í stað 4% í fyrri áætlun.
       Vöxturinn var borinn uppi af einkaneyslu, sem óx um 6,6% að raungildi, og fjárfestingu sem óx um 17,6%. Þjóðarútgjöldin uxu því langt umfram landsframleiðsluna eða um 8,0% og leiddi það til verulegs halla á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd og nam hann tæpum 24 milljörðum króna, 2,9% af landsframleiðslu.

Landsframleiðslan 2003 - bráðabirgðatölur - útgáfur  

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.