Út er komið hefti Hagtíðinda í efnisflokknum Þjóðhagsreikningar, þar sem birtar eru áætlanir Hagstofunnar um landsframleiðslu fyrir allt árið 2008. Fram kemur meðal annars að landsframleiðslan á árinu 2008 varð 1.465 milljarðar króna og jókst að raungildi um 0,3% frá fyrra ári. Þessi vöxtur kemur í kjölfar 5,5% vaxtar á árinu 2007.
Vöxt landsframleiðslunnar á liðnu ári má öðru fremur rekja til útflutnings, sem jókst um 7%, og skýrist sú aukning að stórum hluta af mikilli aukningu á útflutningi afurða stóriðju. Á sama tíma dróst innflutningur saman um 18%. Þjóðarútgjöld drógust saman um 9,3%
Landsframleiðslan 2008 - Hagtíðindi
Talnaefni