Út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um landsframleiðslu á 2. ársfjórðungi 2007. Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,5% að raungildi á 2. fjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður. Þjóðarútgjöld eru áætluð því sem næst óbreytt en samdráttur var í útflutningi um 3,4% og í innflutningi um 6,6%. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla óx um 2,2% á milli 2. fjórðungs ársins 2007 og 1. fjórðungs árið 2007.
Landsframleiðslan á 2. ársfjórðungi 2007 - Hagtíðindi
Talnaefni (sjá Landsframleiðsla eftir ársfjórðungum 1997-2007)