FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 26. SEPTEMBER 2008

Ráðstöfunartekjur heimilageirans eru taldar hafa aukist árið 2007 um 13,1% frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 10,5% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 5,3%.

Heildartekjur heimilageirans eru taldar hafa aukist um 15,4% frá árinu 2006 til 2007 og heildareigna- og tilfærsluútgjöld um 19,1%. Ráðstöfunartekjur heimilanna í heild hafa þar með aukist að meðaltali um 9,6% á ári frá árinu 1994. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og aukningu mannfjölda jókst kaupmáttur á mann um tæp 80% frá árinu 1994 til 2007, eða að meðaltali um 4,6% á ári. Þróun ráðstöfunarteknanna kemur fram í eftirfarandi mynd.

 

Samhliða birtingu talna fyrir árið 2007 hafa eldri tölur verið að hluta til uppfærðar. Helsta breyting á tímabilinu er sú að nú eru orlofsgreiðslur frá Fæðingarorlofssjóði færðar sem tekjutilfærslur, en í áður birtum tölum frá nóv. 2007 voru þær greiðslur færðar sem hluti af almennum launatekjum. Í uppfærðri töflu eru fæðingarorlofsgreiðslur því taldar fram sem sér liður í tilfærslutekjunum. Önnur leiðrétting frá áður birtum tölum kemur fram í upplýsingum um greiðslur iðgjalda vegna séreignarsparnaðar einstaklinga, en þær tölur hafa nú verið uppfærðar útfrá betri sundurliðun en áður var tiltæk. Hvorugt þessara atriða hefur áhrif á áður birtar tölur yfir heildarráðstöfunartekjur.

Nánari upplýsingar um  einstaka þætti ráðstöfunartekna heimilanna koma fram í Hagtíðindum frá 16. apríl 2007. 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.