Einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi námu samtals um 284 milljörðum króna á árinu 2019. Það samsvarar um 21,4% af mældri einkaneyslu hér á landi á síðasta ári. Kaup á veitinga- og gistiþjónustu voru fyrirferðamestu útgjaldaliðirnir í tilviki erlendra ferðamanna en þau vógu um 38,4% af einkaneysluútgjöldum þeirra hér á landi á síðasta ári eða rúmlega 109 milljörðum króna á verðlagi ársins.
Sjá nánar: Einkaneysla erlendra ferðamanna