FRÉTT ÞJÓÐHAGSSPÁ 23. NÓVEMBER 2010

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá 2010-2015 í ritröð sinni, Hagtíðindum. Í spánni segir m.a. að útlit sé fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 3% árið 2010, en vaxi um tæp 2% árið 2011. Samdráttur í einkaneyslu virðist lítill 2010, en einkaneyslan vex næstu árin. Fjárfesting tekur að vaxa árið 2011 en er enn lág í sögulegu samhengi. Samdráttur í samneyslu heldur áfram næstu ár. Verðbólga hefur hjaðnað árið 2010 og verður við verðbólgumarkmið Seðlabankans í upphafi árs 2011.

Þjóðhagsspá 2010-2015 - endurskoðun - Hagtíðindi

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.