FRÉTT ÞJÓÐHAGSSPÁ 24. NÓVEMBER 2011

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út þjóðhagsspá á vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin nær til áranna 2011 til 2016. Í henni er m.a. gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,6% á þessu ári og 2,4% 2012. Vöxt landsframleiðslu má rekja til aukinnar einkaneyslu og fjárfestingar. Samneysla dregst aftur á móti saman um 1,3% á árinu en tekur við sér að nýju árið 2014.

Nokkur verðbólga var fyrri hluta ársins 2011 og laun hækkuðu meira en áður var reiknað með. Þrátt fyrir það hefur hægt á verðbólgu seinni hluta ársins og er nú reiknað með að meðaltalsverðbólga 2011 og 2012 verði rétt rúm 4% árlega en verði eftir það í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans.

Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 8. júlí síðastliðinn og er ráðgert að gefa út næstu spá í apríl 2012.

Þjóðhagsspá, vetur 2011 - Hagtíðindi

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.