TALNAEFNI UMHVERFI 19. SEPTEMBER 2025

Efnisneysla (e. Domestic Material Consumption; DMC) á Íslandi nam 6.312 kílótonnum árið 2024 sem er samdráttur um 1.857 kílótonn frá árinu á undan. Þetta samsvarar 16,4 tonnum á hvern íbúa en meðaltal síðustu þriggja ára hefur verið á bilinu 17-19 tonn á einstakling.

Efnisneysla er einn af þeim lykilmælikvörðum sem Sameinuðu þjóðirnar nota til að meta umhverfisálag og nýtingu náttúruauðlinda ríkja og er hluti af sjálfbærnivísi SDG-12.2. Steinefni til byggingariðnaðar og vegagerðar er stærsti hluti efnisneyslunnar.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1278 , netfang umhverfi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.