Samkvæmt losunarbókhaldi gróðurhúsalofttegunda, sem mæld eru í hitunargildum (CO2 ígildi), frá hagkerfi Íslands, jókst losun vegna flutninga með flugi um tæp 27% frá 2016 til 2017. Áætluð losun fyrir 2018 er 5% hærri frá þessum geira en 2017. Áætlun fyrir 2019 mun liggja fyrir snemma árs 2020.

Mynd 1: Hitunargildi (CO2 ígildi) eftir atvinnugreinum 1996-2018

Innflutningur á hráefni til stóriðju og útflutningur á unninni vöru bendir til þess að losun frá þessum iðnaði haldist nokkuð stöðugur frá 2017 til 2018. Á undanförnum árum hefur verið unnið að uppbyggingu kísiliðnaðar á Íslandi. Samkvæmt matsálitum sem liggja fyrir samþykktum framkvæmdum, verður losun frá þessum iðnaði allt að 1.080 kílótonnum af CO2 þegar framleiðslan nær fullum afköstum. Þessi losun bætist þá, að óbreyttu, við þau 1.819 kílótonn ígilda sem nú þegar koma frá stóriðju, eða allt að 60% til viðbótar.

Tafla 1: Losun frá helstu þáttum hagkerfisins og sameinuðum þáttum (kílótonn CO2 ígildi)
 199520002005201020122014201520162017 2018(1)
Flutningar með flugi (H51)324,1678,3916,7770,6861,51188,11396,31939,22644,92781
Framleiðsla málma (C24)473,2870,6841,11786,81761,01754,61811,41774,31825,51819
Landbúnaður og matvælaframleiðsla

745,5729,4554,1646,5654,3650,5664,2667,9649,6650
Fiskveiðar og fiskeldi (A03)833,1782,1675,3570,2520,9474,1487,9456,9428,6425
Heimili531,2540,7588,7580,5559,2551,6574,9597,8620,0630
Flutningar á sjó og vatnaleiðum (H50)135,0196,0152,6364,8336,2426,0557,7594,0618,6672
Veitustarfsemi og sorphirða

239,6269,3283,8297,8246,4257,2253,7247,0240,1
Byggingastarfsemi og námugröftur

153,8225,5263,0161,8145,2182,6158,9179,4198,4
Efnaframleiðsla168,0247,5184,9213,4185,9197,2178,6164,6162,1
Landflutningar og geymsla

7,015,528,050,154,863,666,775,083,0
Verslun og þjónusta

34,758,283,672,367,465,371,881,081,7
Framleiðsla á vörum og öðru14,218,7146,636,722,026,340,645,858,6
Opinber þjónusta

og heilbrigðismál
6,46,78,510,110,39,711,411,912,2
Listir, íþróttir og afþreyging1,32,02,13,03,13,13,83,84,2
Ferðaþjónusta og akstur ferðamanna
(2)
4,17,518,729,934,145,058,977,192,6

(1) Tölur byggðar á líkani
(2) Akstur ferðamanna er formlega utan loftslagsbókhalds íslenska hagkerfisins, en er hafður með til þess að gefa mynd af áhrifum ferðamanna á heildar losun

Losun hitunargilda frá sjósamgöngum hefur aukist nokkuð á síðustu árum, en þar kemur inn aukin notkun á jarðefnaeldsneyti og á kælimiðlum í flutningum. Í þessum lið eru flutningaskip og skip sem notuð eru til skemmtisiglinga, að því gefnu að þessi skip séu með innlendan rekstraraðila. Erlend skemmtiferðaskip, flutningaskip og ferjur eru utan við losunarbókhald hagkerfis Íslands. Frá árinu 2010 til 2017 jókst losun á CO2 ígildum um 253,8 kílótonn, eða um nær 70% frá 2010. Þetta tímabil einkennist annars af miklum vexti í ferðamannaiðnaði.

Líkan byggt á innflutningi skipaeldsneytis, fjölda skipa í rekstri og heildar vélarafli flotans spáir því að losun frá flotanum fari fram úr losun frá landbúnaði og matvælaiðnaði, en í þeirri grein er losun hitunargilda mestmegnis vegna metanmyndunar í meltingarvegi dýra og frá niðurbroti úrgangs.

Losun á hvern starfandi einstakling eftir atvinnugreinum
Losun hitunargilda á hvern starfandi einstakling (samkvæmt vinnumagnsreikningi Hagstofunnar) er afgerandi hærri í málmiðnaði en í öðrum atvinnugreinum. Þessi atvinnugrein hefur skilað nokkuð jöfnu fótspori á ári, eða um 940 tonnum CO2 ígilda á hvern starfsmann á árunum 2008 til 2017. Losunarfótspor flugsamgangna (H51) jókst um 70% frá 2010 til ársins 2017 og náði 696 tonnum CO2 ígilda árið 2017. Á sama tímabili jókst heildar losun frá greininni um nær 240% (sjá mynd 1). Til samanburðar er meðal fótspor hvers einkabíls á heimilum um 4 tonn CO2 ígildi á ári. Meðal losun frá heimilum á einstakling er um 1,7 tonn CO2 ígildi samkvæmt greiningu sem birt var 2018.

Mynd 2: Hitunargildi á hvern starfandi innan atvinnugreinar (tonn CO2 ígildi/starf) 2008-2017

Tafla 2: Hitunargildi á hvern starfandi innan atvinnugreinar (tonn CO2 ígildi/starf)
 2008200920102011201220132014201520162017
A03 - Fiskveiðar og fiskeldi131140127116113114110116114116
A01 - Ræktun nytjajurta, búfjárrækt o169165161157153151163160165177
H50 - Flutningar á sjó og vatnaleiðum200314332334306352328429424412
H51 - Flutningar með flugi362311406350392457495537606696
C24 - Framleiðsla málma1086935893837880944975953934961

Um tölurnar
Loftslagbókhald hagkerfisins (e: Air Emission Account; AEA) tekur saman losun gróðurhúsalofttegunda frá hverri hagkerfiseiningu sem íslenskt hagkerfi byggir á auk heimila. Losun þarf því ekki að eiga sér stað á landsvæði Íslands, heldur þarf ákvörðunartaka um notkun efna og þar með losun að vera í höndum innlendra aðila. Losunarbókhaldið er byggt á loftslagskýrslu Íslands (UNFCCC-NIR), sem Umhverfisstofnun gefur út og er gildandi uppgjör gagnvart skuldbindingum Íslands í loftslagsbókunum. Til viðbótar koma gögn frá Orkustofnun, Samgöngustofu og Tollstjóraembættinu.
Áætlun fyrir 2018 byggir á innflutnings- og útflutningstölum fyrir vörur sem einkenna atvinnugreinar, framleiðslutölur og upplýsingar um fasteignaeign atvinnugreina. Fylgni á milli losunartalna í loftslagsbókhaldinu og þessara gilda, er notuð til þess að aðlaga líkan til að spá fyrir um losun þar sem tölur úr loftslagsskýrslu Íslands liggja ekki fyrir.
Deildarflokkun atvinnugreina. Hér er losun skráð á þá atvinnustarfsemi sem hefur loka yfirráð yfir henni. Þetta þýðir meðal annars að öll losun vegna niðurbrots sorps fellur á sorphirðuaðila, en ekki á atvinnugreinina sem sorpið á upptök sín í. Á sama hátt ber raforkuframleiðandi ábyrgð á losun vegna raforkuframleiðslu, óháð því hver er loka notandi orkunnar. Þessi skipting losunar eftir atvinnugreinum fylgir sama verklagi og þjóðhagsreikningar og því getur AEA bókhaldið nýst til þess að bera saman losun og aðrar hagtölur.
Hitunargildi losunar er skráð sem magn af ígildi koltvísýrings. Hver gróðurhúsalofttegund hefur eigin hitunarstuðul (e: global warming potential; gwp), sem segir til um hversu mikið af hitaútgeislun hver lofttegund gleypir í samanburði við koltvísýring yfir 100 ára tímabil. Hitunarstuðlar lofttegunda eru metnir með reglulegu millibili af vísindasamfélaginu. Hér er notast við fimmtu útgáfu (AR5) stuðla frá IPCC. Losun hitunargilda er því ekki sama og losun koltvísýrings, sem er oftast nær bein afleiðing brennslu eldsneytis. Hér getur losun annarra lofttegunda, svo sem flúor-gasa, metans og glaðlofts vegið þungt í hitunargildinu. Tölur úr loftslagsbókhaldinu sem birtar eru á gagnavef Hagstofunnar gefa nánara niðurbrot eftir einstaka gróðurhúsalofttegundum.

Talnaefni
Losunarbókhald hagkerfis og tölur úr loftlagsskýrslu Íslands
Vinnumagn og framleiðni atvinnugreina