Samkvæmt losunarbókhaldi fyrir hagkerfi Íslands fór losun koltvísýrings (CO2) frá einkennandi greinum ferðaþjónustu fram úr losun fyrirtækja í framleiðslu málma árið 2016. Losun frá einkennandi greinum ferðaþjónustu hefur ríflega fimmfaldast frá árinu 1995 og nær þrefaldast frá árinu 2012. Losun frá fyrirtækjum í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu 2016 var hins vegar helmingi lægri en losun frá greininni árið 1995. Losunarbókhald hagkerfis Íslands (Air Emission Account) gefur aðra birtingarmynd af losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi en sú mynd sem birtist í loftslagskýrslu Umhverfisstofnunar eins og greint var frá í frétt Hagstofunnar 26. október sl.

Losun frá málmvinnslu árið 2016 var fjórum sinnum meiri en árið 1995. Losun jókst umtalsvert árin 1998 og 2008 í samræmi við fjölgun fyrirtækja í greininni. Losun koltvísýrings frá málmvinnslu kemur nær eingöngu vegna notkunar kolefnis í framleiðsluferlinu sjálfu á meðan lítill hluti er vegna eldsneytisnotkunar.

Í einkennandi greinum ferðaþjónustu kemur losun CO2 fyrst og fremst frá flugi, en umsvif íslenskra flugfélaga hafa vaxið mjög ört síðustu sex ár. Í losunarbókhaldinu er ekki gerður greinarmunur á því hvort starfsemin fari fram á Íslandi eða erlendis, eða hvort verið sé að þjónusta ferðamenn, eða fólk búsett á Íslandi.

Losunin hefur beina fylgni við fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll. Frá 2012-2013 jókst fjöldi farþega um Keflavík jafnt og losun, eða 14%. Á árunum 2015-2016 fjölgaði farþegum um Keflavíkurflugvöll nær 35%. Losun frá greininni jókst um 36%. Þessi fylgni er hins vegar að hluta til tilviljun. Nokkur hluti farþega um Keflavíkurflugvöll ferðast með erlendum flugfélögum, sem telstjast ekki með í AEA tölunum. Á sama tíma hafa umsvif íslenskra flugfélaga án viðkomu í Keflavík aukist.

Losun í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu kemur fyrst og fremst vegna olíunoktunar hjá skipum, en einnig er notkun olíu til suðu og bræðslu í framleiðslu nokkur. Samdráttur í CO2 losun frá þessari grein hefur verið meiri en bein fækkun skipa myndi benda til. Frá 1999 til 2016 fækkaði skipum um 18% á meðan losun dróst saman um 50%.

Það ber að taka fram að magn CO2 sem er losað er ekki það sama og hitunargildi losunar, sem mæld er í CO2 ígildum. Magn CO2 fer fyrst og fremst eftir magni kolefnis sem oxað er í koltvísýring með bruna eða annarri aðferð oxunar. CO2 ígildi vega einnig losun metans og annarra gróðurhúsalofttegunda inn í eitt gildi.

Losun frá heimilum á einstakling náði hámarki í 2007
Losun frá íslenskum heimilum árið 2016 var 30% hærri en árið 1995, en hefur verið á bilinu 540 til 600 kílótonn CO2 frá 2008. Losun frá heimilum er fyrst og fremst vegna aksturs en einnig er tekið tillit til notkunar eldunargass, hitunarolíu og flugelda. Flug, strætóferðir, sorplosun, notkun rafmagns og jarðvarma telur ekki inn í losun heimila, heldur reiknast á viðeigandi atvinnugreinar.

Losun CO2 frá heimilum á einstakling náði hámarki árið 2007 (1,96 tonn CO2 á einstakling). Árið 2016 var losun heimilanna1,7 tonn á einstakling, sú losun er sambærileg og frá meðalstórum fjölskyldubíll sem ekið er 8.000 km.

 199520002005201020152016
Mannfjöldi266.978279.049293.577317.630329.100332.529
Losun (ktonn)435462519578555575
Hlutfall (tonn/einstaking)1,631,661,771,821,691,73

Heildarlosun íslenska hagkerfisins hefur tvöfaldast frá 1995
Taflan að neðan tekur saman magntölur (kílótonn) af CO2 fyrir fimm fyrirferðarmestu bálka í íslensku atvinnulífi auk heildarlosunar fyrir allt hagkerfið. Einnig er reiknuð hlutfallsleg aukning innan hvers bálks miðað við losun árið 1995 og hlutfall losunar af heildarlosun fyrir hvert ár.

Losun koltvísýrings í kílótonnum fyrir fjóra stærstu geira hagkerfisins og heildar losun
Einkennandi greinar ferðaþjónustu Framleiðsla málma Heimili Sjávarútvegur og matvælaframleiðsla Heildar losun
CO2 (kt)m.v. 1995CO2 (kt)m.v. 1995CO2 (kt)m.v. 1995CO2 (kt)m.v. 1995CO2 (kt)m.v. 1995
19953671,04021,04351,09781,02.8171,0
19964501,23951,04331,01.0841,13.0291,1
19974921,34501,14351,01.0911,13.1251,1
19985631,54701,24531,01.0151,03.2111,1
19996181,76131,54681,11.0021,03.4731,2
20007282,07181,84621,18990,93.6561,3
20016841,97681,94631,18420,93.6201,3
20026051,68042,04661,19331,03.6961,3
20036661,88232,04961,17850,83.6541,3
20047492,08282,15041,26740,73.7811,3
20058432,38072,05191,26620,73.7711,3
20061.0152,89092,35761,36080,64.1071,5
20071.0312,810952,76031,46460,74.3851,6
20088812,415413,85851,36100,64.6011,6
20098592,315944,06051,46910,74.5211,6
20108152,216124,05781,36220,64.3681,6
20118112,215964,05601,35810,64.2871,5
20128412,316644,15471,35760,64.2551,5
20139682,617014,25481,35530,64.5011,6
20141.0893,016534,15351,24890,54.5491,6
20151.4644,017054,25551,35380,65.1441,8
20161.9875,416794,25751,35060,55.6982,0

Losun frá hagkerfi Íslands hefur tvöfaldast frá árinu 1995. Árið 2008 náði losunin 4.600 kílótonnum, en lækkaði lítilega á sama tíma og hagkerfið dróst saman til ársins 2012. Árið 2016 var losunin komin upp í 5.700 kílótonn, sem er hæsta gildi frá 1995.

Talnaefni