Myndun úrgangs
Árið 2014 mynduðust 799 þúsund tonn af úrgangi á Íslandi, þar af voru um 5% spilliefni. Mest af úrganginum var jarðvegur, 326 þúsund tonn, 41% af heildarmagninu. Blandaður heimilisúrgangur var um 120 þúsund tonn og efnaúrgangur frá málmvinnslum var rúm 87 þúsund tonn.
Meðhöndlun úrgangs
Af heildarmagni úrgangs fór 621 þúsund tonn, tæp 78%, í endurvinnslu eða aðra endurnýtingu. 174 þúsund tonnum, tæpum 22%, var fargað með brennslu eða urðun og 3819 tonn fóru í brennslu þar sem orkan var nýtt. Allur jarðvegur var endurnýttur í landmótun, utan 194 tonna af menguðum jarðvegi sem voru urðuð. Rúm 90% af efnaúrgangi fóru til endurvinnslu, en tæplega 10% voru brennd eða urðuð. 99% af blönduðum heimilisúrgangi voru urðuð eða brennd án orkunýtingar.
Magn úrgangs á Íslandi 2014 | |||
Spilliefni | Ekki spilliefni | Alls | |
Tonn | |||
Heildarúrgangur | 38.959 | 760.247 | 799.206 |
Notaðir leysar | 126 | 0 | 126 |
Sýrur, basar og úrgangur í saltlausn | 0 | 39 | 39 |
Notaðar olíur | 1.951 | 0 | 1.951 |
Efnaúrgangur | 8.903 | 78.396 | 87.299 |
Eðja frá iðnaðarfrárennsli | 10 | 0 | 10 |
Eðja og fljótandi úrgangur frá meðhöndlun úrgangs | 0 | 0 | 0 |
Úrgangur frá heilbrigðisstofnunum | 199 | 95 | 294 |
Málmúrgangur, járnlaus (ekki umbúðir) | .. | 19.070 | 19.070 |
Málmumbúðir | 0 | 3.924 | 3.924 |
Málmúrgangur, blandaður járnríkur og járnlaus (ekki umbúðir) | 0 | 21.007 | 21.007 |
Glerúrgangur | 0 | 10.597 | 10.597 |
Pappírs- og pappaumbúðir | 0 | 27.705 | 27.705 |
Hjólbarðar og annað gúmmí | 0 | 5.053 | 5.053 |
Plastumbúðir | 0 | 5.550 | 5.550 |
Viðarúrgangur | 204 | 17.549 | 17.753 |
Textílúrgangur | 0 | 0 | 0 |
Úrgangur sem inniheldur PCB | 1 | 0 | 1 |
Raf- og rafeindatækjaúrgangur | 194 | 3.240 | 3.434 |
Úr sér gengin ökutæki | 0 | 6.364 | 6.364 |
Rafhlöður og rafgeymar | 1.115 | 45 | 1.160 |
Matarúrgangur, sláturúrgangur og fiskúrgangur | 0 | 17.629 | 17.629 |
Garðaúrgangur, garðyrkju- og skógræktarúrgangur | 0 | 22.757 | 22.757 |
Húsdýraskítur | 0 | 1.002 | 1.002 |
Blandaður heimilisúrgangur (sorphirða, gámasvæði, rúmfrekur úrg.) | 0 | 119.995 | 119.995 |
Blandaður, óskilgreindur úrgangur (t.d. frá rekstri) | 0 | 14.759 | 14.759 |
Leifar frá meðhöndlun úrgangs | 0 | 2.231 | 2.231 |
Ristarúrgangur og seyra | 0 | 3.721 | 3.721 |
Blandaður byggingar- og niðurrifsúrgangur. | 669 | 32.083 | 32.752 |
Úrgangur frá varmaferlum | 11.131 | 19.240 | 30.371 |
Leifar frá brennslu og hitasundrun úrgangs | 13.909 | 61 | 13.970 |
Jarðvegur | 164 | 325.519 | 325.683 |
Dýpkunarefni | 0 | 0 | 0 |
Úrgangur sem gerður hefur verið stöðugur eða breytt í fast efni | 384 | 2.616 | 3.000 |
Gagnasöfnun
Gögnum var safnað af Umhverfisstofnun, sem leitar til 70 rekstraraðila, þar á meðal allra fyrirtækja sem sérhæfa sig í meðhöndlun úrgangs og fyrirtækja sem höndla eigin úrgang í samræmi við starfsleyfi. Umtalsverð breyting varð á gagnasöfnun árið 2014 þegar breyting á úrgangslögum gekk í gildi og nokkrir flokkar töldust ekki lengur úrgangur, svo sem fiskleifar sem fara í mjöl og sláturleifar sem fara í nýtingu. Einnig var tekin upp sundurliðun Hagstofu Evrópu og við það breyttust flokkunarforsendur úrgangs mikið. Einnig bættust ný fyrirtæki inn í gagnasöfnunarferlið.