Breytingar á bílaflota landsmanna hafa verið sveiflukenndar frá síðustu aldamótum. Fjöldi fólksbíla á skrá hefur vaxið stöðugt en dróst saman um 6% eftir bankahrun og tók smá dýfu aftur árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Um fimmtungur fólksbíla er rafdrifinn eða tvinnbílar með raftengli.
Vörubifreiðum í báðum flokkum (yfir og undir 12 tonna heildarþyngd) fækkaði samtals um 24% á milli 2007 og 2012 og náði ekki fyrri fjölda fyrr en árið 2019. Hópbifreiðum fækkaði nokkuð eftir bankahrun en hefur fjölgað stöðugt síðan 2009. Hins vegar hefur fækkað stöðugt í léttari flokknum undir 5 tonna heildarþyngd síðan 2017. Þá var mikil fækkun í fjölda skráðra hópbifreiða árið 2020 eða 58%.