Vinsamlegast athugið að þessi fréttatilkynning var leiðrétt 14. september 2023 kl. 12.30 frá upprunalegri útgáfu. Í upprunalegri útgáfu urðu þau mistök að samanlögð losun hagkerfisins var rangt reiknuð. Aukning á losun á fyrri helmingi ársins var því 7,1% en ekki 12% eins og kom fram í upprunalegri frétt.
Losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands var 3.219 kílótonn á fyrri helmingi ársins 2023 sem er 7,1% aukning frá því í fyrra. Á fyrsta ársfjórðungi var aukningin 15,1% frá fyrra ári en á öðrum árfjórðungi er losunin óbreytt á milli ára. Aukningin stafaði af aukinni losun frá iðnaði og flugrekstri. Frá iðnaði jókst losun um 95 kílótonn á fyrsta ársfjórðungi. Frá flugrekstri jókst losunin um 105 kílótonn á sama ársfjórðungi.
Losun frá rekstri heimilsbíla er heldur lægri það sem af er ári miðað við síðasta ár. Innflutningur eldsneytis bendir til þess að losun hafi verið heldur meiri fyrstu tvo mánuði ársins á meðan að kaup erlendra aðila var takmörkuð. Skoðunartölur, vegatalningar og sala á eldsneytisstöðvum bendir til þessa að losun frá rekstri heimila sé um 8% lægri á fyrri helmingi ársins.
Þessar tölur eru hluti af bráðabirgðarreikningum fyrir losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands. Í þessum reikningum er tekin saman losun frá mismunandi hagkerfisflokkum. Þessi flokkun er önnur gagnabirting fyrir losun gróðurhúsalofts sem er frábrugðin lofslagsbókhaldi Ísland, en það bókhald er bundið við það sem gerist innan landsvæðis Íslands.
Bráðabirgðartölur eru áætlaðar út frá inn- og útflutningstölum, rekstrartölum, atvinnuskráningu og öðrum hagtölum sem nýtast við að meta virkni fyrirtækja. Virknin er síðan sett í samhengi við staðfesta losun fyrri ára til þess áætla losun á mánuði og á líðandi ári.