TALNAEFNI UMHVERFI 22. SEPTEMBER 2025

Árið 2023 innheimti ríkið rúma 88,0 milljarða króna í umhverfis- og auðlindaskatta. Þessir skattar skiptust í skatta á orku (39,7%), vega- og samgönguskatta (29,2%), mengunarskatt (18,7%), auðlindaskatt (0,38%), innheimtu í gegnum losunarheimildir í ETS-kerfinu (4,3%) og aðra kolefnistengda skatta (7,7%). Heimilin greiddu 54,7% af heildarupphæðinni, eða rúmlega 48,1 milljarð króna, aðallega í formi vegaskatta og orkuskatta.

Veiðigjöld, sem lögð eru á útgerðarfyrirtæki, teljast samkvæmt skilgreiningu hagreikninga ekki umhverfisskattur. Veiðigjöldin sem innheimt voru árið 2023 námu rúmlega 10,1 milljarði króna samkvæmt ríkisreikningi.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1278 , netfang umhverfi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.