TALNAEFNI UMHVERFI 03. JÚNÍ 2024

Koltvísýringslosun (CO2) frá íslensku atvinnulífi og heimilum var 5.489 kílótonn árið 2022 og er áætlað að hún verði 5.724 kílótonn árið 2023.

Samkvæmt loftslagbókhaldi hagkerfisins komu 834 kílótonn af CO2, eða 15% af heildarlosun hagkerfisins, frá vegasamgöngum árið 2022. Árið 2023 er áætlað að losun verði 821 kílótonn eða 14% af heildarlosun.

Rekstur bifreiða sem skráðar voru hjá heimilum var 516 kílótonn árið 2022 og 506 kílótonn árið 2023. Þetta þýðir að heimilin standa að baki 62% af losun vegna vegasamgangna eða tæplega 10% af heildarlosun CO2 hagkerfisins.

Losunarbókhald hagkerfisins er frábrugðið losunarbókhaldi Íslands, sem er gildandi uppgjör gagnvart loftslagsráði Sameinuð þjóðanna, að því leyti að þar er um að ræða niðurbrot losunar eftir atvinnugreinum sem starfa að hluta utan landsvæðis Íslands. Fyrir vikið eru þessar tölur aðeins frábrugðnar.

Vinsamlegast athugið að tölur fyrir árið 2023 eru bráðabirgðatölur.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1278 , netfang umhverfi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.