FRÉTT UMHVERFI 02. DESEMBER 2016

Reiknuð heildarúrkoma á landinu árið 2015 var 174.485 milljónir rúmmetra en það reiknast sem um 1.917 mm úrkoma að meðaltali á landsvísu. Uppgufun var um 18.256 milljónir rúmmetra, sem þýðir að vatnsauðlindir á Íslandi í formi ferskvatns og jökla voru alls 175.902 milljónir rúmmetra. Meðalúrkoma á Íslandi er ein sú mesta í Evrópu. Mæld ársúrkoma getur þó mælst hærri en landsmeðaltalið, sér í lagi á veðurstöðvum á Suður- og Austurlandi.

Vatnsauðlindin 
  2010 2011 2012 2013 2014 2015
Milljónir rúmmetra            
Heildarúrkoma 124.610 167.857 148.798 153.177 171.465 174.485
Regnvatn 66.238 75.892 62.007 70.730 82.708 75.934
Snjókoma 38.626 56.782 55.797 53.932 55.182 60.262
Uppgufun 14.727 13.431 13.669 13.339 14.783 12.396
Þurrgufun 1.450 1.629 1.787 1.666 1.290 1.886
Landsmeðaltal í mm            
Heildarúrkoma 1.369 1.844 1.635 1.683 1.884 1.917
Regnvatn 728 834 681 777 909 834
Snjókoma 424 624 613 593 606 662
Uppgufun 162 148 150 147 162 136
Þurrgufun 16 18 20 18 14 21

Vatnsnotkun árið 2015 var um 280 milljónir rúmmetra en var 275 milljónir rúmmetra árið 2014, þar af var 92,8% af neysluvatni fengið úr grunnvatni en 6,8% voru yfirborðsvatn. Vatnsnotkun fyrirtækja var um 198 milljónir rúmmetra árið 2015, 71% af heildarvatnsnotkun, þar af voru hæstar notkunartölur hjá fyrirtækjum í fiskeldi og hjá jarðvarmavirkjunum. Um 77 milljónir rúmmetra af vatni voru nýttar í þéttbýli árið 2015.

Vatnsnotkun
  2010 2011 2012 2013 2014 2015
Milljónir rúmmetra            
Heildarnotkun 266 297 294 291 275 280
Fyrirtæki 177 203 199 205 199 198
Þéttbýli 82 87 88 83 72 77
Önnur notkun 7 7 7 3 4 5

Veðurstofa Íslands safnar gögnum um vatnsnotkun frá öllum þekktum vatnsveitum og fyrirtækjum með einkaveitur. Gögn um vatnafar eru einnig frá Veðurstofunni sem hefur keyrt sérhæft veðurspárlíkan allt aftur til ársins 1980 til að reikna út úrkomu og uppgufun á Íslandi.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1278 , netfang umhverfi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.