Reiknuð heildarúrkoma á landinu árið 2015 var 174.485 milljónir rúmmetra en það reiknast sem um 1.917 mm úrkoma að meðaltali á landsvísu. Uppgufun var um 18.256 milljónir rúmmetra, sem þýðir að vatnsauðlindir á Íslandi í formi ferskvatns og jökla voru alls 175.902 milljónir rúmmetra. Meðalúrkoma á Íslandi er ein sú mesta í Evrópu. Mæld ársúrkoma getur þó mælst hærri en landsmeðaltalið, sér í lagi á veðurstöðvum á Suður- og Austurlandi.
Vatnsauðlindin | ||||||
2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | |
Milljónir rúmmetra | ||||||
Heildarúrkoma | 124.610 | 167.857 | 148.798 | 153.177 | 171.465 | 174.485 |
Regnvatn | 66.238 | 75.892 | 62.007 | 70.730 | 82.708 | 75.934 |
Snjókoma | 38.626 | 56.782 | 55.797 | 53.932 | 55.182 | 60.262 |
Uppgufun | 14.727 | 13.431 | 13.669 | 13.339 | 14.783 | 12.396 |
Þurrgufun | 1.450 | 1.629 | 1.787 | 1.666 | 1.290 | 1.886 |
Landsmeðaltal í mm | ||||||
Heildarúrkoma | 1.369 | 1.844 | 1.635 | 1.683 | 1.884 | 1.917 |
Regnvatn | 728 | 834 | 681 | 777 | 909 | 834 |
Snjókoma | 424 | 624 | 613 | 593 | 606 | 662 |
Uppgufun | 162 | 148 | 150 | 147 | 162 | 136 |
Þurrgufun | 16 | 18 | 20 | 18 | 14 | 21 |
Vatnsnotkun árið 2015 var um 280 milljónir rúmmetra en var 275 milljónir rúmmetra árið 2014, þar af var 92,8% af neysluvatni fengið úr grunnvatni en 6,8% voru yfirborðsvatn. Vatnsnotkun fyrirtækja var um 198 milljónir rúmmetra árið 2015, 71% af heildarvatnsnotkun, þar af voru hæstar notkunartölur hjá fyrirtækjum í fiskeldi og hjá jarðvarmavirkjunum. Um 77 milljónir rúmmetra af vatni voru nýttar í þéttbýli árið 2015.
Vatnsnotkun | ||||||
2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | |
Milljónir rúmmetra | ||||||
Heildarnotkun | 266 | 297 | 294 | 291 | 275 | 280 |
Fyrirtæki | 177 | 203 | 199 | 205 | 199 | 198 |
Þéttbýli | 82 | 87 | 88 | 83 | 72 | 77 |
Önnur notkun | 7 | 7 | 7 | 3 | 4 | 5 |
Veðurstofa Íslands safnar gögnum um vatnsnotkun frá öllum þekktum vatnsveitum og fyrirtækjum með einkaveitur. Gögn um vatnafar eru einnig frá Veðurstofunni sem hefur keyrt sérhæft veðurspárlíkan allt aftur til ársins 1980 til að reikna út úrkomu og uppgufun á Íslandi.