TALNAEFNI UMHVERFI 24. SEPTEMBER 2024

Árið 2023 var hiti 0,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Janúar taldist óvenju kaldur sunnanlands. Úrkoma var undir meðallagi á flestum stöðum.

Sumarið 2023 (júní til september) var nokkuð misskipt, hlýtt var norðan- og austanlands í júní en sunnan og vestanlands í júlí.

Árið 2024 var júní bæði óvenju kaldur og með mikilli úrkomu norðaustanlands. Júlí var hlýr norðanlands en svalari og blautur sunnanlands og féllu nokkur úrkomumet á Vesturlandi. Ágúst var kaldur og úrkomusamur um allt land.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1278 , netfang umhverfi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.