Flutningar um hafnir á Íslandi námu 7,3 milljónum tonna árið 2023 sem er 6% minna en árið 2022. Umsvifamestu hafnir landsins voru sem fyrr Reykjavík, Grundartangi, Reyðarfjörður og Straumsvík. Reykjaneshöfn var í fimmta sæti, enda töluverð aukning i innflutningi á flugvélaeldsneyti. Þá komu 262 farþegaskip til Reykjavíkurhafnar árið 2023 og hafa aldrei verið fleiri.
Komum farþegaskipa til Reykjavíkur fjölgar áfram
Þessi fréttatilkynning var leiðrétt 15. október 2024 kl. 13:30 frá upprunalegri útgáfu. Fjöldi skemmtiferðaskipa til Reykjavíkurhafnar árið 2023 var sagður 277 en rétta talan er 262. Þá námu flutningar um hafnir 7,3 milljónum tonna en ekki 7,1 milljón sem var 6% minna en 2022 en ekki 8% og var grafið leiðrétt til samræmis.