Flutningar um hafnir á Íslandi námu 7,5 milljónum tonna árið 2024 sem er 3% meira en árið 2023. Umsvifamestu hafnir landsins voru Reykjavík, Grundartangi, Reyðarfjörður og Straumsvík. Þorlákshöfn var í fimmta sæti og jókst innflutningur um höfnina um 57%. Innflutningur á brennsluolíum til Reykjaneshafnar minnkaði um 16% árið 2024 miðað við árið á undan.