Vöruskiptajöfnuður
Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 49,6 milljarða króna og inn fyrir tæpa 42 milljarða króna fob (45,4 milljarða króna cif). Vöruskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 7,6 milljarða króna. Í febrúar 2012 voru vöruskiptin hagstæð um 12,6 milljarða króna á gengi hvors árs.¹
Fyrstu tvo mánuðina 2013 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 105,4 milljarða króna en inn fyrir 86,1 milljarð króna fob (93,7 milljarða króna cif). 19,2 milljarða króna afgangur var því á vöruskiptum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 13,1 milljarða á gengi hvors árs.¹ Vöruskiptajöfnuðurinn var því 6,1 milljarði króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Fyrstu tvo mánuði ársins 2013 var verðmæti vöruútflutnings 3,9 milljörðum eða 3,8% meira á gengi hvors árs¹ en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 53,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 0,5% meira en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,9% meira en á sama tíma árið áður.
Innflutningur
Fyrstu tvo mánuði ársins 2013 var verðmæti vöruinnflutnings 2,2 milljörðum eða 2,5% minna á gengi hvors árs¹ en á sama tíma árið áður, aðallega vegna minni innflutnings skipa og flugvéla. Á móti kom aukinn innflutningur fjárfestingavara og hrá- og rekstrarvara.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-febrúar 2012 og 2013 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % jan.-janúar | ||||
Febrúar | Janúar-febrúar | ||||
2012 | 2013 | 2012 | 2013 | ||
Útflutningur alls fob | 54.186,7 | 49.621,1 | 101.474,7 | 105.362,2 | 3,8 |
Sjávarafurðir | 23.419,5 | 24.164,4 | 41.189,1 | 44.841,0 | 8,9 |
Landbúnaðarvörur | 939,4 | 1.024,4 | 2.177,5 | 2.464,2 | 13,2 |
Iðnaðarvörur | 28.293,3 | 23.627,1 | 55.813,8 | 56.114,0 | 0,5 |
Aðrar vörur | 1.534,5 | 805,1 | 2.294,2 | 1.943,0 | -15,3 |
Innflutningur alls fob | 41.564,8 | 41.980,4 | 88.355,8 | 86.145,5 | -2,5 |
Matvörur og drykkjarvörur | 3.659,4 | 3.819,7 | 7.137,1 | 7.658,8 | 7,3 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.s. | 13.653,9 | 14.146,0 | 25.497,5 | 27.931,5 | 9,5 |
Eldsneyti og smurolíur | 5.542,4 | 5.496,2 | 11.315,2 | 12.542,2 | 10,8 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 9.323,4 | 10.571,2 | 18.263,2 | 22.376,9 | 22,5 |
Flutningatæki | 4.063,2 | 2.358,7 | 15.946,4 | 4.472,0 | -72,0 |
Neysluvörur ót.a.s. | 5.294,1 | 5.500,8 | 10.098,8 | 10.834,4 | 7,3 |
Vörur ót.a.s. (t.d. endursendar vörur) | 28,4 | 87,8 | 97,7 | 329,8 | . |
Vöruskiptajöfnuður | 12.621,9 | 7.640,7 | 13.118,9 | 19.216,7 | . |
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruskiptum.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.