Samkvæmt bráðabirgðatölum var útflutningur á þjónustu 379,1 milljarður árið 2012 en innflutningur á þjónustu 347,0 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 32,2 milljarða í fyrra en 41,6 milljarða árið 2011 á gengi hvors árs.
Samgöngur skiluðu 74,2 milljarða afgangi í fyrra og ferðaþjónusta 8,0 milljarða afgangi samkvæmt bráðabirgðatölum. Á móti kom að halli var á annarri þjónustu um 50,0 milljarða.
Útflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi 2012 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 83,6 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 90,4 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því neikvæður um 6,8 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi en 4,8 milljarða á sama tíma 2011 á gengi hvors árs.
Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi og afgangur vegna þeirrar þjónustu var 11,7 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu 10,4 milljörðum. Halli á ferðaþjónustu var 8,1 milljarður.
Tölur um þjónustujöfnuð við útlönd fyrir árið 2012 verða birtar 30. ágúst 2013 með ýtarlegri skiptingu, m.a. eftir löndum.
Þjónustuviðskipti við útlönd 2012 | |||||
Alls | 1. ársfj. | 2. ársfj. | 3. ársfj. | 4. ársfj. | |
Verðmæti í milljónum króna | |||||
Útflutt þjónusta | 379.134,3 | 68.541,2 | 99.742,6 | 127.271,3 | 83.579,2 |
Samgöngur | 179.706,8 | 35.836,3 | 47.155,6 | 59.105,2 | 37.609,7 |
Ferðalög | 105.727,5 | 12.987,7 | 28.392,7 | 46.665,1 | 17.682,0 |
Önnur þjónusta | 93.700,1 | 19.717,2 | 24.194,3 | 21.501,0 | 28.287,6 |
Innflutt þjónusta | 346.981,9 | 74.237,4 | 91.584,4 | 90.744,6 | 90.415,5 |
Samgöngur | 105.515,8 | 21.949,2 | 28.180,7 | 29.486,7 | 25.899,2 |
Ferðalög | 97.758,7 | 18.853,5 | 26.220,7 | 26.876,4 | 25.808,1 |
Önnur þjónusta | 143.707,6 | 33.434,8 | 37.183,0 | 34.381,6 | 38.708,2 |
Þjónustujöfnuður | 32.152,5 | -5.696,2 | 8.158,3 | 36.526,7 | -6.836,3 |
Samgöngur | 74.191,0 | 13.887,1 | 18.974,9 | 29.618,5 | 11.710,5 |
Ferðalög | 7.968,8 | -5.865,8 | 2.172,0 | 19.788,7 | -8.126,1 |
Önnur þjónusta | -50.007,3 | -13.717,5 | -12.988,6 | -12.880,6 | -10.420,6 |
Talnaefni
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.