Vöruskiptajöfnuður
Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 56,2 milljarða króna og inn fyrir 66,4 milljarða króna fob (70,8 milljarða króna cif). Vöruskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 10,2 milljarða króna. Í júní 2014 voru vöruskiptin óhagstæð um 12,0 milljarða króna á gengi hvors árs¹.
Fyrstu sex mánuði ársins 2015 voru fluttar út vörur fyrir rúma 332,4 milljarða króna en inn fyrir tæpa 338,4 milljarða króna fob (360,7 milljarða króna cif). Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 5,9 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru vöruskiptin óhagstæð um 9,8 milljarða á gengi hvors árs¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 3,9 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Fyrstu sex mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruútflutnings 61,3 milljörðum eða 22,6% hærra, á gengi hvors árs¹, en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 54,0% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 29,9% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 42,1% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 23,2% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli.
Innflutningur
Fyrstu sex mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruinnflutnings 57,5 milljörðum eða 20,5% hærra, á gengi hvors árs¹, en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru og flugvéla.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-júní 2014 og 2015 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % jan.-júní | ||||
Júní | Jan.-júní | ||||
2014 | 2015 | 2014 | 2015 | ||
Útflutningur alls fob | 43.554,5 | 56.201,4 | 271.095,5 | 332.444,6 | 22,6 |
Sjávarafurðir | 17.773,5 | 27.447,0 | 113.582,9 | 139.888,4 | 23,2 |
Landbúnaðarvörur | 497,4 | 771,6 | 5.135,9 | 6.835,9 | 33,1 |
Iðnaðarvörur | 21.567,5 | 26.827,3 | 138.045,9 | 179.382,2 | 29,9 |
Aðrar vörur | 3.716,1 | 1.155,5 | 14.330,7 | 6.338,2 | -55,8 |
Innflutningur alls fob | 55.590,6 | 66.382,0 | 280.895,6 | 338.357,4 | 20,5 |
Matvörur og drykkjarvörur | 4.931,2 | 6.409,9 | 26.089,7 | 32.737,2 | 25,5 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 13.519,5 | 21.838,8 | 79.021,0 | 101.292,0 | 28,2 |
Eldsneyti og smurolíur | 14.134,7 | 9.442,0 | 47.614,2 | 40.965,7 | -14,0 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 10.937,9 | 13.328,7 | 62.514,4 | 64.926,7 | 3,9 |
Flutningatæki | 6.468,1 | 8.875,5 | 31.341,7 | 59.348,1 | 89,4 |
Neysluvörur ót.a. | 5.583,7 | 6.401,1 | 33.860,6 | 38.402,1 | 13,4 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 15,4 | 86,0 | 453,9 | 685,8 | 51,1 |
Vöruskiptajöfnuður | -12.036,1 | -10.180,6 | -9.800,1 | -5.912,8 | . |
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruskiptum.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.