FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 28. FEBRÚAR 2014

Útflutningur þjónustu á fjórða ársfjórðungi 2013 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 94,2 milljarðar en innflutningur á þjónustu 97,8 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því neikvæður um 3,6 milljarða á fjórða ársfjórðungi en neikvæður um 10,8 milljarða á sama tíma 2012 á gengi hvors árs.

Samgöngur eru stærsti þjónustuliður í útflutningi og afgangur vegna þeirrar þjónustu var 14,8 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu 11,7 milljörðum. Halli á ferðaþjónustu var 6,7 milljarðar.

Samkvæmt bráðabirgðatölum var útflutningur á þjónustu 416,6 milljarðar á árinu 2013 en innflutningur á þjónustu 354,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2013 var því jákvæður um 62,4 milljarða en var jákvæður um 26,3 milljarða á árinu 2012 á gengi hvors árs.

Samgöngur skiluðu 84,9 milljarða afgangi og ferðaþjónusta skilaði 25,8 milljarða afgangi á árinu 2013 samkvæmt bráðabirgðatölum. Á móti kom að halli á annarri þjónustu var 48,3 milljarðar á árinu 2013.

Tölur um þjónustujöfnuð við útlönd fyrir árið 2013 eftir ítarlegri flokkun og löndum verða birtar 1. september 2014.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2013          
  Alls  1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj.
Verðmæti í milljónum króna          
Útflutt þjónusta 416.564,6 76.386,1 105.578,8 140.398,6 94.201,1
Samgöngur 191.007,9 37.340,7 48.350,9 63.386,9 41.929,3
Ferðalög 128.840,2 19.016,0 33.662,0 54.427,4 21.734,8
Önnur þjónusta 96.716,6 20.029,4 23.565,9 22.584,2 30.537,0
           
Innflutt þjónusta 354.171,6 76.573,5 86.033,5 93.716,0 97.848,6
Samgöngur 106.123,4 23.197,5 25.278,7 30.534,8 27.112,5
Ferðalög 103.060,7 20.134,9 26.200,0 28.252,6 28.473,2
Önnur þjónusta 144.987,5 33.241,1 34.554,8 34.928,7 42.262,9
           
Þjónustujöfnuður 62.393,0 -187,4 19.545,3 46.682,6 -3.647,5
Samgöngur 84.884,4 14.143,3 23.072,2 32.852,2 14.816,8
Ferðalög 25.779,5 -1.118,9 7.462,0 26.174,8 -6.738,4
Önnur þjónusta -48.270,9 -13.211,7 -10.988,9 -12.344,4 -11.725,9

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.