FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 29. MAÍ 2015

Vöruskiptajöfnuður
Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir rúma 56,8 milljarða króna og inn fyrir tæpa 52,2 milljarða króna fob (55,8 milljarða króna cif). Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um tæpa 4,7 milljarða króna. Í apríl 2014 voru vöruskiptin óhagstæð um 6,8 milljarða króna á gengi hvors árs¹.

Fyrstu fjóra mánuði ársins 2015 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 221,9 milljarða króna en inn fyrir rúma 216,6 milljarða króna fob (231 milljarð króna cif). Afgangur var því af vöruskiptum við útlönd sem nam 5,2 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 2,8 milljarða á gengi hvors árs¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því  8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
  
Útflutningur
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruútflutnings 47,3 milljörðum eða 27,1% hærra á gengi hvors árs¹ en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 55,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 40,7% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna áls. Sjávarafurðir voru 40% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 18% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli.

Innflutningur
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruinnflutnings 39,3 milljörðum eða 22,2% hærra á gengi hvors árs¹ en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru og flugvéla. Á móti dróst innflutningur á eldsneyti saman.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-apríl 2014 og 2015
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % jan.-apríl
  Apríl Jan-apríl
  2014 2015 2014 2015
           
Útflutningur alls fob 37.652,6 56.833,8 174.575,3 221.890,4 27,1
Sjávarafurðir 18.888,6 23.380,4 75.213,4 88.773,0 18,0
Landbúnaðarvörur 966,3 971,9 4.047,3 5.296,1 30,9
Iðnaðarvörur 16.995,1 31.728,7 88.178,0 124.070,6 40,7
Aðrar vörur 802,5 752,8 7.136,5 3.750,6 -47,4
           
Innflutningur alls fob 44.443,2 52.170,8 177.357,1 216.647,0 22,2
Matvörur og drykkjarvörur 4.585,2 4.678,4 16.838,3 20.358,7 20,9
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 13.702,9 16.600,9 50.811,4 64.404,1 26,8
Eldsneyti og smurolíur 5.729,4 6.330,3 27.919,7 24.359,9 -12,8
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 10.673,8 10.170,1 40.721,6 40.375,3 -0,9
Flutningatæki 3.687,9 7.079,6 18.485,4 40.804,2 .
Neysluvörur ót.a. 5.999,7 6.903,7 22.268,7 25.769,4 15,7
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 64,3 407,8 311,9 575,5 84,5
           
Vöruskiptajöfnuður -6.790,6 4.663,0 -2.781,8 5.243,3 .


¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruskiptum.

Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.