FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 05. NÓVEMBER 2007


Hagstofan mun, frá og með útgáfu bráðabirgðatalna um vöruskipti við útlönd fyrir októbermánuð 2007, gefa út fréttatilkynningu um bráðabirgðatölur viðkomandi mánaða jafnhliða birtingu þeirra á vef  og í Hagvísum Hagstofunnar.

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir október 2007 nam útflutningur fob 28,4 milljörðum króna og innflutningur fob 34,9 milljörðum. Vöruskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 6,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Hagstofunni hafa borist viðbótarupplýsingar um verslun með flugvélar á árinu 2007 sem breyta áður birtum niðurstöðum um vöruskiptin við útlönd. Bráðabirgðaúrvinnsla á þessum upplýsingum bendir til þess að vöruskiptahalli við útlönd á tímabilinu janúar-september 2007 gæti verið tæplega tveimur milljörðum hagstæðari en áður hefur verið talið. Endanlegar niðurstöður vegna þessa munu koma fram í fréttatilkynningu sem Hagstofan gefur út þann 29. nóvember næstkomandi um vöruskiptin við útlönd í október 2007.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.