Samkvæmt bráðabirgðatölum var vöru- og þjónustujöfnuður 2015, eins og hann birtist í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuði, jákvæður um 155,2 milljarða en var jákvæður um 124,3 milljarða á árinu 2014 á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 35,5 milljarða en þjónustujöfnuður hagstæður um 190,7 milljarða. Þessar upplýsingar koma fram í brúartöflu á vef Hagstofunnar sem samræmir staðla vöruviðskipta og greiðslujafnaðar. Breytingar á fyrri árum koma til vegna breytinga á mati á óbeint mældri fjármálaþjónustu (FISIM) og mati á smygli á vörum frá útlöndum