FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 31. MAÍ 2006

Í ljós hafa komið mistök í útfyllingu útflutningsskýrslna fyrir útflutning á frystri loðnu á árinu 2005. Útflutningur að verðmæti 838,2 milljónir króna sem sagður var fluttur út til Bandaríkjanna reyndist hafa farið til Rússlands og Úkraínu. Af þessum sökum hafa viðeigandi töflur á neti Hagstofunnar verið leiðréttar og verða Hagtíðindi sem gefin voru út 16. maí síðast liðinn gefin út að nýju.

Vakin er athygli á því að í áður birtu Hagtíðindahefti um Utanríkisverslun með vörur 2005 urðu mistök í uppsetningu á töflum 7-10. Þær töflur verða einnig leiðréttar í nýrri útgáfu Hagtíðinda. Hagstofan biðst velvirðingar á þessum mistökum og væntir þess að þau hafi ekki komið að sökum.

Utanríkisverslun með vörur 2005 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.