Við nánari athugun á bráðabirgðatölum um vöruviðskipti í maí kom í ljós að í innflutningi á flutningatækjum var til staðar færsla í tollagögnum sem fellur ekki undir aðferðafræði vöruviðskipta. Bráðabirgðatölur vöruviðskipta í maí 2019 eru því gefnar út aftur.

Samkvæmt nýjum bráðabirgðatölum fyrir maí 2019 nam fob verðmæti vöruútflutnings 63,1 milljarði króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 64,2 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 1,1 milljarð króna. Í maí 2018 voru vöruviðskiptin hins vegar óhagstæð um 16,9 milljarða króna á gengi hvors árs. Samkvæmt nýjustu athugunum höfðu því viðskipti með skip og flugvélar ekki áhrif á vöruviðskiptajöfnuðinn í maí 2019 en hann var óhagstæður um 14,5 milljarða í sama mánuði árið áður.

Í maí 2019 var verðmæti vöruútflutnings 10,7 milljörðum króna hærri en í maí 2018, eða 20,5% á gengi hvors árs. Mest var aukningin í viðskiptum með iðnaðarvörur.

Verðmæti vöruinnflutnings í maí 2019 var 5,1 milljarði króna lægri en í maí 2018 eða 7,4% á gengi hvors árs. Mest var aukning var í innflutningi á fjárfestingavörum en á móti kom lækkun á hrá- og rekstrarvörum og flutningatækjum.

Hafa skal í huga að hér er um bráðabirgðatölur að ræða. Niðurstöður gætu breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.

Talnaefni