Í ágúst 2019 var vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* áætlaður 46,1 milljarður en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði áætlaður 57,2 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 11,1 milljarð króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 40,0 milljarða en útflutt þjónusta var áætluð 78,7 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 38,7 milljarðar.

Í ágúst 2019 var því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 124,8 milljarðar en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var 95,9 milljarðar. Vöru og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 28,9 milljarða í ágúst 2019.

Á fyrstu átta mánuðum ársins var verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta áætlað 895,2 milljarðar samanborið við 863,8 milljarða árið áður. Verðmæti innflutnings fyrir sama tímabil var áætlað 803,6 milljarðar samanborið við 803,0 milljarða fyrir sama tímabili 2018. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu átta mánuði ársins 2019 var því áætlaður jákvæður um 91,5 milljarða samabanborið við 60,7 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir sama tímabil á síðasta ári.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til ágúst 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Ágúst Janúar-Ágúst
20182019 2018 2019
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls131.918,1124.843,5863.757,7895.190,43,6
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði48.585,346.129,6393.115,8438.035,511,4
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta83.332,878.713,9470.641,9457.154,8-2,9
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls107.233,995.944,9803.027,8803.684,90,1
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði66.221,757.248,7505.372,6507.763,50,5
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta41.012,338.696,2297.655,1295.921,5-0,6
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði24.684,228.898,660.729,991.505,4

Talnaefni