FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 07. MAÍ 2019

Í febrúar 2019 var vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* áætlaður 45,7 milljarðar en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði áætlaður 59,7 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um rúma 14 milljarða. Þjónustujöfnuður í febrúar 2019 var áætlaður jákvæður um 9,3 milljarða en útflutt þjónusta var áætluð 40,6 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 31,3 milljarðar.

Í febrúar 2019 var því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 86,3 milljarðar en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var 91,1 milljarður. Vöru og þjónustujöfnuður var því áætlaður neikvæður um 4,8 milljarða í febrúar 2019.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.