Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 53,1 milljarður króna í febrúar 2021 en vöruinnflutningur 59,9 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 6,8 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður neikvæður um 4,3 milljarða króna en útflutt þjónusta var áætluð 17,9 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 22,2 milljarðar.
Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í febrúar 2021 var því áætlað 71,1 milljarður króna og dróst saman um 20% miðað við sama mánuð 2020. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 82,1 milljarður og stóð nánast í stað miðað við sama mánuð árið á undan.
Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 965,4 milljarðar króna á síðustu tólf mánuðum og dróst saman um 27% miðað við tólf mánuðina þar á undan. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil var áætlað 1.008,7 milljarðar og dróst saman um 15% miðað við tólf mánuði þar á undan. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði er því áætlaður neikvæður um 43,2 milljarða króna samanborið við 133,2 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan.
*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.
Verðmæti útflutnings og innflutnings vöru og þjónustu (milljarðar króna) | ||||||
Febrúar 2020 | Febrúar 2021 | Breyting % | Mars 2019-febrúar 2020 | Mars 2020-febrúar 2021 | Breyting % | |
Útflutningur á vöru- og þjónustu | 88,9 | 71,1 | -20 | 1.319,0 | 965,4 | -27 |
Vöruútflutningur | 46,6 | 53,1 | 14 | 624,4 | 637,4 | 2 |
Þjónustuútflutningur | 42,4 | 17,9 | -58 | 694,6 | 328,0 | -53 |
Innflutningur á vöru- og þjónustu | 81,9 | 82,1 | 0 | 1.185,8 | 1.008,7 | -15 |
Vöruinnflutningur | 51,1 | 59,9 | 17 | 749,8 | 726,0 | -3 |
Þjónustuinnflutningur | 30,8 | 22,2 | -28 | 436,0 | 282,7 | -35 |
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði | 7,0 | -11,1 | 133,2 | -43,2 |