FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 23. APRÍL 2021

Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 49,8 milljarðar króna í janúar 2021 en vöruinnflutningur 50,3 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 0,5 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 0,5 milljarða króna en útflutt þjónusta var áætluð 21,9 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 21,4 milljarðar.

Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í janúar 2021 var því áætlað 71,7 milljarðar króna og dróst saman um 19% miðað við sama mánuð 2020. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 71,6 milljarðar og dróst saman um 15% miðað við sama mánuð árið á undan.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 985,6 milljarðar króna á síðustu tólf mánuðum og dróst saman um 25% miðað við tólf mánuði þar á undan. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil var áætlað 1.007,3 milljarðar og dróst saman um 16% miðað við tólf mánuði þar á undan. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði er því áætlaður neikvæður um 21,7 milljarða samanborið við 120,9 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings vöru og þjónustu (milljarðar króna)
 Janúar 2020Janúar 2021Breyting % Febrúar 2019-Janúar 2020 Febrúar 2020-Janúar 2021Breyting %
Útflutningur á vöru- og þjónustu88,871,7-191.317,5985,6-25
Vöruútflutningur47,449,85623,4630,81
Þjónustuútflutningur41,421,9-47694,1354,8-49
Innflutningur á vöru- og þjónustu84,671,6-151.196,61.007,3-16
Vöruinnflutningur52,150,3-4759,3716,9-6
Þjónustuinnflutningur32,521,4-34437,3290,3-34
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði4,20,0120,9-21,7

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281152 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.