FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 14. OKTÓBER 2019

Í júlí 2019 var vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* áætlaður 52,2 milljarðar en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði áætlaður 71,1 milljarður. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 18,9 milljarða. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 42,8 milljarða en útflutt þjónusta var áætluð 82,4 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 39,5 milljarðar.

Í júlí 2019 var því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 134,6 milljarða en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var 110,6 milljarðar. Vöru og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 24 milljarða í júlí 2019.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins var verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta áætlað 772,3 milljarðar samanborið við 731,8 milljarða árið áður. Verðmæti innflutnings fyrir sama tímabil var áætlað 706 milljarðar samanborið við 695,8 á sama tímabili 2018. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu sjö mánuði ársins 2019 var því áætlaður jákvæður um 66,3 milljarða samabanborið við 36 milljarða fyrir sama tímabil á síðasta ári.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til júlí 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Júlí Janúar-Júlí
20182019 2018 2019
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls137.257,9134.562,1731.839,6772.305,55,5
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði51.309,952.195,0344.530,4391.897,713,7
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta85.948,082.367,1387.309,2380.407,7-1,8
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls110.742,3110.602,0695.793,8706.030,61,5
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði68.296,871.060,4439.150,9450.765,32,6
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta42.445,439.541,7256.642,9255.265,3-0,5
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði26.515,623.960,136.045,866.274,9

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.