FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 21. OKTÓBER 2021

Verðmæti þjónustuútflutnings í júlí var áætlað 56,4 milljarðar króna og jókst um 58% frá því í júlí 2020 á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðalögum voru áætlaðar um 29 milljarðar í júlí og jukust áfram hratt samanborið við sama tíma 2020. Tekjur af samgöngum og flutningum voru áætlaðar 10,6 milljarðar króna í júlí og jukust um 66% miðað við júlí 2020. Verðmæti annarra þjónustuliða í útflutningi var áætlað 16,8 milljarðar í júlí og jókst um 2% frá því í júlí á síðasta ári.

Verðmæti þjónustuinnflutnings í júlí var áætlað 33,6 milljarðar króna og jókst um 41% frá því í júlí 2020 á gengi hvors árs. Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis voru áætluð 10,4 milljarðar í júlí og jukust um 81% samanborið við júlí á síðasta ári. Útgjöld vegna samgangna og flutninga voru áætluð 6,9 milljarðar í júlí og jukust um 46% miðað við júlí 2020. Verðmæti annarra þjónustuliða í innflutningi var áætlað 16,3 milljarðar í júlí og jókst um 23% frá því í júlí fyrir ári.

Verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá ágúst 2020 til júlí 2021, var áætlað 383,1 milljarður króna og dróst saman um 28% miðað við sama tímabil árið áður á gengi hvors árs. Á sama tímabili var verðmæti þjónustuinnflutnings áætlað 308,6 milljarðar og dróst saman um 16% miðað við sama tímabil árið áður.

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu (milljarðar króna)
  Júlí 2020 Júlí 2021 Breyting, % Ágúst 2019-júlí 2020 Ágúst 2020-júlí 2021 Breyting, %
        
Þjónustuútflutningur 35,7 56,4 58 532,3 383,1 -28
Samgöngur og flutningar 6,4 10,6 66 142,9 86,2 -40
Ferðalög 12,8 29,0 127 201,0 83,8 -58
Aðrir þjónustuliðir 16,5 16,8 2 188,4 213,1 13
           
Þjónustuinnflutningur 23,7 33,6 41 366,8 308,6 -16
Samgöngur og flutningar 4,7 6,9 46 70,4 63,0 -11
Ferðalög 5,8 10,4 81 127,0 58,7 -54
Aðrir þjónustuliðir 13,3 16,3 23 169,4 186,9 10
             
Þjónustujöfnuður 12,0 22,8   165,5 74,5  

Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 68,4 milljarðar króna í júlí 2021 en vöruinnflutningur 78,7 milljarðar. Vöruskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 10,3 milljarða króna. Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í júlí 2021 var því áætlað 124,8 milljarðar króna og jókst um 51% miðað við sama mánuð 2020. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 112,3 milljarðar og jókst um 32% miðað við sama mánuð 2020.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 1.081,4 milljarðar króna á síðustu tólf mánuðum og dróst saman um 5% miðað við tólf mánuðina þar á undan. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil var áætlað 1.127,7 milljarðar og jókst um 5% miðað við tólf mánuði þar á undan. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði er því áætlaður neikvæður um 46,4 milljarða króna samanborið við 62,4 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan.

Verðmæti útflutnings og innflutnings vöru og þjónustu (milljarðar króna)
  Júlí 2020 Júlí 2021 Breyting, % Ágúst 2019-júlí 2020 Ágúst 2020-júlí 2021 Breyting, %
Útflutningur á vöru- og þjónustu82,8124,8511.141,21.081,4-5
Vöruútflutningur47,268,445608,9698,315
Þjónustuútflutningur35,756,458532,3383,1-28
Innflutningur á vöru- og þjónustu84,8112,3321.078,81.127,75
Vöruinnflutningur61,178,729712,0819,215
Þjónustuinnflutningur23,733,641366,8308,6-16
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði-2,012,5 62,4-46,4 

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.